Úrval - 01.08.1967, Side 85
STONEHENGE
83
nokkuð að átta sig á aldri Stone-
henges. Staða þess í frumsögu
Bretlands var í rauninni ekki fund-
in fyrr en á þessari öld, og loks-
ins tókst, eftir uppgröftinn árið
1954 að finna því nokkurn veginn
nákvæmlegan stað meðal minning-
armerkja horfinna alda, og er þó
enn erfitt að gera sér nokkra full-
nægjandi grein fyrir þessu stór-
virki. Ef rakin væri saga fornleifa-
fræðinnar væri nær að enda á því
en byrja. Enginn einstakur „fund-
arstaður“ frá nýsteinöld eða bronz-
öld hefur verið rækilega kannaður,
og rannsóknirnar á þessum stað eru
eins og ágrip af öllum fornleifa-
rannsóknum þeirra tímabila.
Það var mjög' skiljanlegt að Stone-
henge drægi fljótt að sér áhuga
fornfræðinga og frumsögufræðinga,
og að sá áhugi skyldi verða varan-
legur. Stonehenge er langsamlega
mikilfenglegast allra mannvirkja
frá frumsögutíma annað en Pýra-
míðarnir. Og allt eins og Keops-
pýramíðinn mikli hefur það orðið
tilefni óial undarlegra kennisetn-
inga og jafnvel sérstakra tilbeiðslu-
siða, sem enn er mikil grózka í
— hvað sem líður niðurstöðum vís-
indanna.
John Aubrey hét sá, sem setti þá
skriðu af stað. Var hann uppi á
tímum Stúarta, víðförull fornfræð-
ingur, og fann hann fyrstur, árið
1649, hinn geysivíðáttumikla stein-
hring í Avebury, sem er ekki marg-
ar mítur frá Stonehenge og liggur
undir hlíðum Vindmylluhæðar, sem
fræg er í fornleifafræði (Windmill
Hill), því að hinir fyrstu nýstein-
aldarmenn hafa verið nefndir eftir
henni. Hinn víðlendi steinum girti
hringur í Avebury og garður sá eða
upphækkun sem hann umlykur, tek-
ur yfir svæði sem er tuttugu og
átta og hálf ekra, og er heilt þorp
nú innan marka þess. — Þetta er
meira en þrítugfalt flatarmál
Stonehenges og vegna víðáttunnar
missir hið fyrrnefnda mikið af
þeim stórkostleika sem einkennir
Stonehenge. Augað og hugurinn
nema ekki allt þetta mikla mann-
virki í einu, enda er það ekki ná-
lægt því eins frægt og hið síðar-
nefnda. En að því er snertir skýr-
inguna á uppruna þessara miklu
verka, Þá var John Aubry ekki í
neinum vandræðum. Hann hélt því
hreinlega fram, að þarna væri fund-
ið musteri hinna fornu Drúíða. Og
þegar Karl konungur annar sendi
hann af stað einum þrjátíu árum
síðar til þess að rannsaka Stone-
henge og skrifa um það, eignaði
hann Drúíðum verkið eftir sem áð-
ur.
Brezkir fornfræðingar, og einnig
sumir franskir, hafa löngum viljað
heillast af Drúíðum. En það er í
rauninni harla fátt sem um þá er
vitað, og þess vegna gátu menn gef-
ið hugmyndaflugi sínu lausan taum-
inn.
Það fyrsta sem finnst skráð um
þá, er hjá Sótíon af Alexandríu,
sem uppi var um 200 árum f. Kr.,
og kallar hann þá heimspekingana
meðal Kelta. Júlíus Sesar segir ýt-
arlegast frá þeim í ritinu um hern-
að sinn í Frakklandi um 50 f. kr.
Segir hann, að Drúíðar séu bæði
dómarar og prestar. Þó að hinir
keltnesku þjóðflokkar séu hver