Úrval - 01.01.1968, Qupperneq 83
BÚRFELLSVIRKJUN 1918
81
aður 16000 kr. á km með einfaldri
línu 3xV0 mm2, en 29000 kr. á km
með tvöfaldri línu 6x70 mm2.
Nokkrar spennustöðvar verða
byggðar við Reykjavík með 10.000
volta eftirspennu. Þær eru ekki
hiiðtengdar í rekstri, en tengja má
þær saman, ef þarf til vara. Gert
er ráð fyrir að nota 3 einfasa spenna
saman sem þrífasa einingu með
22000 KVA afli, alls 12 spenna, og
auk þess einn til vara fyrir þá alla.
Þetta er samtals 264000 KVA eða
284.000 rafhestöfl (210.000 kw) í af-
spennistöð af 317.200 rafhestöflum
í aflstöð.
Stofnkostnaður virkjunarinnar er
sundurliðaður í skýrslunni, en nið-
urstöðutölurnar eða heildarkostnað-
ur við fyrsta virkjunarstig er 63
miilj. kr. með áspenningu við afl-
stöð og við fullvirkjun 75 milljón
kr. Allur kostnaður er miðaður við
fyrra hluta árs 1914 að viðbættum
50%. Við þennan virkjunarkostnað
bætist orkuflutningurinn til Reykja-
víkur og afspenning í 10 kv. Er það
23.1 millj. kr. við 1. virkjunarstig
og 38,4 millj. kr. við fullvirkjun.
Hér er hlutdeild virkjunarinnar í
járnbrautarkostnaði, hafnarbótum
og miðlunarvirkjun meðtalin í
virkjunarkostnaði. Verður þá heild-
arkostnaður við 1. virkjunarstig
86.1 millj. kr. og við fullvirkjun
113,4 millj. kr. Þetta er kostnaður
án vatns og landréttinda.
Að lokum er reiknaður út árleg-
ur aflkostnaffur frá rafölum og við
Reykjavík, hvort tveggja á 10 KV
spennu og í einingunni rafhestafl
(0,736 kw).
Við 1. virkjunarstig: Við aflstöð
kr. 18,30 (24,80 á kw).
Við 1. virkjunarstig: Við Reykja-
vík kr. 30,30 (41,00 á kw).
Við fullvirkjun: Við aflstöð 7
mán. afl. kr. 12,60 (17,00 á kw).
Meðalárshestafl kr. 15,20 (20,60
á kw).
Við Reykjavík kr. 29,00 (39,20 á
kw).
Eftirmáli. Síðan þessi áætlun var
gerð, hafa orðið miklar tæknilegar
framfarir, sem einkum lýsa sér á
þessu sviði í því, að vélaeiningarn-
ar eru orðnar miklu stærri. Vatns-
hverflar á lóðréttum ásum eru nú
orðið einráðir við stórar vélar. Hafa
þeir verið byggðir fyrir 150.000
hestöfl á einu hjóli og jafnvel þar
yfir hin síðustu ár. En við Búrfells-
virkjunina voru hugsuð tvö hjól á
láréttum ási í hverri samstæðu eða
13.750 hestöfl á hjól. Stíflulokur eru
og breyttar, hólflokur eru ekki not-
aðar lengur, en virðast hafa verið
uppáhald á þeim tíma í flóðgáttir.
Hið margfalda öryggi með tvöföld-
um lokum og dælum á mörgum
stöðum hefur reynzt kostnaðarsamt
og flókið í rekstri. Hefur hvert tæki
sjálft verið gert svo traust að spara
má varatæki að miklum mun. Sér-
stakar hjálparvélasamstæður eru
sjaldan settar upp til varanlegs
rekstrar enda raforkan víða tiltæki-
leg nú orðið. Við orkuflutninginn
myndi nú vera notuð hærri spenna,
gildari taugar og færri stólparaðir,
en þó ekki færri en svo, að vara-
línur séu tiltækar til viðgerða og
eftirlits.
★