Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
#*-
-*5k
smasogur
,um .
stormenm
-ifeJjí
MARGAR SKOPSOGUR eru sagðar
úr Menntaskólanum í Reykjavík og
hér er ein af því taginu. Það bar
til í gamla Latínuskólanum, að
kennari nokkur kærði nemanda sinn
fyrir rektor og sakaði hann um að
hafa reitt að sér göngustaf. Rektor
skyldaði piltinn til að biðja kennar-
ann velvirðingar á framferði sínu,
hvað hann og gerði með þessum orð-
um:
— Ég bið yður, herra kennari, að
fyrirgefa mér það, að ég reiddi að
yður stafprik, en barði yður ekki!
GEIMFARAR eru hetjur okkar
tíma og þar af leiðandi mest í sviðs-
ljósinu. Það er því vel viðeigandi
að segja sögu af einum slíkum.
Þegar William Anders, sem var í
geimfarinu Apollo 8, kom heim, lét
hann þess getið, að maður, sem
hefði ferðast hálfa milljón mílna
leið umhverfis tunglið, þyrfti á
hvíld að halda til að jafna sig og
reyna að fóta sig aftur á jörðinni. í
þessu skyni fór hann ásamt konu
sinni á fáfarinn sumardvalarstað í
Mexico.
— Við lágum á svölunum, sem
fylgdu hótelherbergi okkar og nut-
um lífsins í fyllsta máta, segir And-
ers. — Þá var allt í einu barið að
dyrum. Stórvaxinn náungi birtist í
dyrunum og var með ljósmyndavél
á brjóstinu. Ég hugsaði með mér:
— Og hér líka! Fjandinn hafi það,
það er hvergi frið.ur fyrir þessum
ljósmyndurum, hvert sem maður
fer.
Maðurinn spurði, hvort hann
mætti taka mynd. Ég stillti mig og
bauð honum innfyrir. Þá gerði hann
sér lítið fyrir, ýtti mér til hliðar,
gekk út á svalirnar, tók að hand-
leika myndavélina sína og sagði:
— Þakka yður kærlega fyrir! Hér
er nefnilega betra útsýni yfir fló-
ann en nokkurs staðar annars stað-
ar hér á hótelinu.
FRÁ GEIMFERÐ-
UM nútímans
bregðum við okk-
ur aftur í tímann
og staðnæmumst
við innanlands-
pólitíkina fyrir
nokkrum áratug-
um. Eitt sinn voru
þeir Jónas Jonsson frá Hriflu, fyrr-
um forsætisráðherra, og séra Sig-
urður Einarsson í Holti, saman í
fjárveitinganefnd Alþingis. Mikið
hafði verið að gera í nefndinni og
vel unnið að vanda. Þegar leið að
þingslitum, kom Jónas að máli við
Sigurð og sagði:
— Nú ætla ég til Þingvalla til að
hvíla mig og taka með mér góða bók,
Sjálfstætt fólk eftir Kiljan.
Nokkrum dögum síðar hringdi
síminn hjá Sigurðu Einarssyni:
— Ö-hö! Það er Jónas Jónsson. Ég
er nú kominn heim og búinn að lesa
bókina.