Úrval - 01.10.1969, Page 7
5
—• Jæja! Og hvernig líkaði þér
hún? spurði Sigurður.
— Jú, hún er ágæt. En heyrðu,
Sigurður, eitt langar mig til að
spyrja þig um. Þarna þegar piltur-
inn eltir stúlkuna upp á heiðina,
heldurðu, að hann hafi þá ætlað að
hafa öll gögn og gæði af henni?
— Já, segir Sigurður, — hræddur
er ég um, að höfundurinn hafi átt
við það.
— Datt mér ekki í hug, að hann
ætti við það, helvízkur!
‘fjp’T f
HARALDUR
BJÖRNSSON
segir frá því í
sinni ágætu ævi-
sögu, „Sá svarti
senuþjófur“, sem
Njörður Njarðvík
skráði, að hann
hafi einu sinni
verið á rölti niður í bæ eitthvað
þungur á brún. Þá kom Kjarval
skálmandi á móti honum með út-
breiddan faðminn og sagði:
— Elsku vinur, þú ert víst í vondu
skapi í dag. Komdu með mér til
Þingvalla. Við skulum borða þar.
Að svo mæltu tók hann leigubíl
og síðan óku þeir tveir saman til
Þingvalla til að borða hádegisverð.
Haraldi þótti Kjarval skemmtilegur
ferðafélagi, og þegar þeir voru
setztir við matborð í Valhöll, segir
hann við hann:
— Nú það er bara eins og þú eig-
ir hér allt.
— Það á ég líka, sagði Kjarval
með sinni hljómmiklu rödd.
Á veggnum á móti þeim var stór-
kostlegt málverk eftir Kjarval af
hrauninu með pínulitlu húsi neðst
í einu horninu. Haraldi þótti mikið
t'l málverksins koma og sagði:
— Þetta er eftir þig.
— Já, ég málaði þetta upp í reikn-
ing fyrir mat. Og ég get sagt þér,
að ég var ekki lengi að því. Ég var
inspíreraður. Ég fékk hugmyndina
klukkan fjögur um nótt og ég held
að ég hafi verið búinn um hádegið
daginn eftir.
— En hvaða hús er þarna neðst,
spurði Haraldur.
— Æijá, það, svaraði Kjarval.
— Ja, ég átti sko að mála Valhöll,
en ég gleymdi henni. Og svo setti
ég hana bara þarna neðst í hornið!
ÞEGAR CHUR-
CHILL var enn
ungur og ekki
orðinn frægur,
vatt hann sér eitt
sinn inn í herra-
fataverzlun til að
kaupa sér hatt.
----- Afgreiðslumann-
inum þótti Churchill nokkuð höf-
uðstór og gekk erfiðlega að finna
nægilega stóran hatt fyrir hann.
Þetta var glettinn náungi og mein-
legur á svip. Allt í einu vindur
hann sér að Churchill og segir glott-
andi:
— Heimskur er jafnan höfuð-
stór.
—■ Ójá, svaraði Churchill með
hægð. — Þau segja það, litlu höf-
uðin.