Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 10
8
ÚRVAL
ur liðið illa, ef það er
of mik'ð klætt. Yfirleitt
er það svo, að flest börn
eru ofklædd, og þeim
myndi líða betur minna
dúðuð.
Ertu hæfilega klædd-
ur? Veturinn verður
langtum ánægjulegri, ef
svo er. Og það er meira
komið undir fjölda fata-
laganna, en þunganum.
Og eins því, að breyta
klæðnaðinum í sam-
ræmi við veðurfarið og
athafnasemina.
Maðurinn hennar var haldinn móðursýki, sem lýsti sér .í því, að
hann var óskaplega hræddur við alls konar sjúkdóma og var síkvart-
andi yfir öllu mögulegu, sem hann hélt, að að sér gengi. Hún var
alveg að missa þolinmæðina. Svo ákvað hún að látast sjálf vera veik i
þeirri von, að hann yrði svo áhyggjufullur um hana, að hann gleymdi
því, sem hann áleit, að þjáði hann sjálfan. Eitt kvöldið tók hún því á
móti honum með ýtarlegri frásögn af því, hve illa henni liði. Hann var
óvenjulega þögull við kvöldverðarborðið, og hún hélt, að bragðið mundi
kannski heppnast. En hún var brátt fyrir vonbrigðum.
,,Ég veit bara. ekki, hvað gengur eiginlega að mér,“ stundi hann
snögglega. ,,Ég held, að ég hljóti að vera fá það, sem gengur að þér.“
Frú J. F.
Mitra Das. 13 ára skólastrákur í Cochin í Indlandi, heldur því fram,
að hann hafi fundið upp sjálfvirka aðferð við barnagæzlu. Hann átti
erfitt með að læra lexíurnar sínar og vagga samtimis litlu systur sinni,
þegar hún grét. Hann kom sér því upp sérstöku hljóðnemakerfi til
hægðarauka. Það greinir grát þeirrar litlu í vöggunni, breytir honum í
rafeindastraum, sem vaggar svo vöggunni.
AP.
Héraðsdómstóll í Itzehoe í Vestur-Þýzkalandi hefur fyrirskipað lyfja-
fræðingi, sem seldi móður einni í misgripum magapillur í stað getnað-
arvarnapilla að hann eigi að greiða hálft meðlag með barninu, sem
kom undir af þessum sökum. Þessum meðlagsgreiðslum á hann að halda
áfram, þangað til barnið nær 18 ára aldri. Úrskurðað var, að foreldr-
arnir skyldu greiða hinn helming framfærslukostnaðarins, vegna þess
að þeim hafði láðzt að líta á merkimiðann á pilluglasinu.
The Times.
Maðurinn minn átti enn eftir tveggja ára þjónustu í flotanum, þegar
við giftumst, og ég vissi, að ég mundi eiga erfitt með að laga mig að
lífsreglum flotans og lifa eftir þeim. Mér fannst þó að mér tækist þetta
sæmilega án þess að kvarta allt of mikið, þ.e.a.s. þangað t.ii ég sagði
alveg óvart við eina af „þjáningasystrum" mínum: „Sitjið þið bara
inni í stuttan tíma eða er það afplánun fyrir lífstíð?"
Suzanne P. Field.