Úrval - 01.10.1969, Síða 19
BOURGUIBA: WASHINGTON NORÐUR-AFRIKU
17
gegn sjálfum kjarna Múhameðstrú-
arinnar. Strangtrúarmenn og sam-
tök þeirra mótmæltu þessu ákaf-
lega, en Bourguiba tókst að sann-
færa þjóð sína um að henni gæti
ekki miðað áfram á framfarabraut
neitt að ráði ef hún ríghéldi sér í
þjóðfélagskerfi, sem gerði það að
verkum, að hálf þjóðin, þ.e. kon-
urnar, væri í rauninni óvirk þjóð-
félagslega.
Margar konur í Túnis bera enn
„safsari“, þ.e. hvíta blæju, þannig
að það sést ekki í andlit þeirra, að
augunum undanskildum. Bourguiba
lætur ekkert tækifæri ónotað til að
hæðast að þessari venju. Hann
kallar stundum til einhverrar stúlku
í mannþrönginni: „Svona, svona,
þér eruð lagleg. Hví skylduð þér
reyna að fela yður? Takið af yður
þessa blæjudruslu!" Stúlkan hlær
þá vandræðalega, en sviptir svo
burt blæjunni. Og að öllum líkind-
um setur hún hana aldrei upp fram-
ar.
Bourguiba hefur þannig jafnt og
þétt reynt að afnema aðrar þær
venjur Múhameðstrúarmanna, sem
hann álítur að tefji nauðsynlegar
framfarir, þótt hann hafi reyndar
ekki farið sér mjög geyst í því efni.
Sem dæmi mætti taka þá venju að
fasta allan tunglmánuðinn „Rama-
dan“. „Ramadan skal ei lengur lama
allt þjóðfélagið í heilan mánuð ár
hvert,“ sagði hann. Og til þess að
sanna að honum væri alvara þamb-
aði hann appelsínusafa úr stóru
glasi á opinberum hádegisfundi í
„Ramadanmánuði“ nýlega og gætti
þess, að þetta væri vel auglýst. Og
hann skipaði veitingamönnum að
hafa veitingahúsin opin allan dag-
inn. Þetta fordæmi varð mörgum
Tú|nisbúum hvatning til þess að
hætta föstum fyrir fullt og allt.
Það ríkir engin lognmolla í ráðu-
neytunum í Túnis. Þar ríkir líf og
fjör. Bourguiba hefur tekizt að
skipuleggja sérstaklega heiðarlega
og hæfa opinbera þjónustu. Og hann
gætir þess, að opinberir embættis-
menn sofi ekki á verðinum með því
að hringja í þá án fyrirvara á nóttu
jafnt sem degi og biðja þá að gefa
skýrslu um framgang ýmissa opin-
berra áætlana og framkvæmda. Þeg-
ar hann var spurður að því nýlega,
hvers vegna það væri lítil sem eng-
in opinber spilling í landinu, hróp-
aði hann: „Vegna þess að ég er heið-
arlegur maður! Ég mun ekki þola
slíkt! Það er aðeins hægt að virða
það ríki, sem hagar sér á virðingar-
verðan hátt.“
Undir stjórn Bourguiba hefur
brúttóframleiðslan vaxið um rúm
50% frá 1958, sem er mjög athyglis-
vert, einkum þegar tillit er tekið til
þess, að landið getur ekki státað af
miklum náttúruauðæfum. Landið
hefur fengið bandaríska efnahags-
aðstoð, sem nemur 570 milljónum
dollara, og bandarískir embættis-
menn segja, að þeim peningum hafi
verið varið skynsamlega. Ýmsum
nýjum atvinnugreinum hefur verið
komið á fót, en samt hefur verið
forðazt að leggja út í framkvæmdir,
sem þjóðin hefur hvorki efni á né
þörf fyrir, þó glæstar yrðu á yfir-
borðinu, heldur hefur aðallega ver-
ið fest fjármagn í ýmsum landbún-
aðarframkvæmdum í heldur smáum
stíl, sem kann ef til vill ekki að gefa