Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
Hver er svo árangurinn af þessu
flugi Lindberghs fyrir fastar flug-
ferðir milli Ameríku og Evrópu um
ísland? Sjálfur hefur Lindbergh
verið fáorður um þau efni. Ame-
ríska félagið „Pan-American-Air-
ways“ er um þessar mundir að láta
smíða risaflugvélar, sem eiga að
geta flutt 50 farþega hvor, auk
pósts.
Þessar vélar verða ef til vill í
förum milli Norður- og Suður-
Ameríku, en þær eru einnig smíð-
aðar með það fyrir augum, að þær
megi nota til farþegaflugs milli
Norður-Ameriku og Evrópu, en um
þrjár leiðir er að velja milli þess-
ara heimshluta:
LEIÐIRNAR ÞRJÁR
1) Beinu leiðina um Nýfundna-
land og írland, en á leið þessari er
yfir óslitið haf að fara, vegalengd,
sem nemur um 2900 kílómetrum.
2) Suðurleiðina um Azoreyjar og
Portúgal. Hún hefur það til síns
ágætis, að á henni er veðráttan að
jafnaði betri en norðar, en þá
ókosti, að hún er bæði löng, þar
sem lengsti áfanginn yfir haf er
rúmir 2400 kílómetrar, og svo er
höfnin á Azoreyjum ekki góð fyrir
flugvélar. Balbo missti þar eina
véla sinna í sumar vegna þess hve
vont er að lenda á höfninni, að því
er hann sjálfur sagði.
3) Norðurleiðin um Grænland,
ísland og Færeyjar. Flugskilyrði á
þessari leið hafa nú verið allvel
rannsökuð. Rannsóknarleiðangurinn
brezki undir stjórn H. G. Watkins
(en Watkins fórst í Grænlandi í
fyrrasumar) kannaði flugskilyrðin
á Grænlandi allnákvæmlega. Lind-
bergh hefur nú aftur kannað þau í
sumar, meðal annars flogið tvisvar
yfir Grænlandsjökul. Kosturinn við
norðurleiðina er fyrst og fremst sá,
að vegalengdin sem fljúga verður
yfir haf, er hvergi meiri en 1000
km. Frá Skotlandi til Færeyja eru
ekki nerna 500 km, þaðan til Reykja-
vikur um 800 km. Beinasta leiðin
héðan til Ameríku er að fljúga til
Labrador, og þá leið valdi Balbo í
sumar. Það eru rúmlega 2400 km.
En bæði er sú leið álitin of löng
fyrir farþegaflug og einnig hættu-
leg vegna tíðra þokubakka við
Labrador. Frá íslandi til Græn-
lands er aftur á móti mjög stuttur
áfangi, og frá Grænlandi er hægt
að fara í mjög stuttum áföngum
yfir hafið, t. d. fyrst til Baffins-
lands, þá meðfram vesturströnd
Hudsonsflóans til Churchill og það-
an til Winnipeg. Það er talið að
ferðin frá London til Winnipeg
þessa leið muni taka þrjá daga. Að-
alerfiðleikarnir á leiðinni er flugið
yfir Grænlandsjökul, en sú vega-
lengd er um 750 km. En Watkins
og menn hans komust að þeirri
niðurstöðu, að leiðina yfir jökulinn
mætti gera örugga flesta mánuði
ársins. Að sömu niðurstöðu komst
Lindbergh í sumar. Af því, sem
hann hefur látið uppi um norður-
leiðina, er svo að skilja sem hann
telji erfiðleikana ekki meiri en það,
að þeir séu vel viðráðanlegir. Hol-
lenzku flugmennirnir, sem starfað
hafa hér undanfarið, telja ekkert
fluginu til fyrirstöðu að sumrinu.
Aðalatriðið er hvort norðurleiðin
verður nógu fljótfarin til þess að