Úrval - 01.10.1969, Qupperneq 44
42
ÚRVAL
að þau elski okkur, en flest eiga
þau rætur sínar að rekja til dýpstu
hvatar barnsins. — ,,En ég? Hvað
um mig?“
Barnið verður að vera eigin-
gjarnt, því að annars kemst það
ekkert áleið s. Það ávinnur sér
reynslu og þekkingu og fyllir í eyð-
urnar með stöðugri sjálfhyggju. En
það er hægt að kenna börnum að
gera eitthvað fyrir aðra, sýna nær-
gætni og tillitssemi, þó að slíkt sé
þeim ekki eðlilegt og þróist ekki af
sjálfu sér.
VONBRIGÐI NAUÐSYNLEG
REYNSLA
Hvenær getur barnið sýnt raun-
verulega ást?
Að mínum dómi ekki fyrr en eft-
ir gelgjuskeiðið. Sumir læra seinna
en það að elska, og til eru þeir sem
aldrei læra það. Uppeldi og per-
sónuleikaþroski einstaklingsins
ræður úrslitum í því máli. Ef til-
finningalíf barns hefur aldrei náð
nægum þroska, getur það ekki elsk-
að.
Og heldur ekki orðið ástfangið?
Jú — en að elska og að verða
ástfanginn er sitt hvað. Ásthrifni
getur orðið að ást, en sá sem er
ástfanginn hugsar mest um sjálfan
sig og að fá tilfinningar sínar end-
urgoldnar.
Hvernig er hægt að þroska til-
finningalíf barna?
Með því að elska þau á þann hátt,
að þau læri að beina athygli sinni
út á við og andsvara blíðu annarra.
Þau þurfa á mikilli blíðu að halda,
ást, umhyggiu og nærfærni, en þau
þurfa líka að sjá þegar okkur líkar
ekki við þau. Það er óumflýjanlegt
fyrir þau að læra, að þau geta ekki
alltaf fengið allt sem þau óska sér,
og vonbrigði eru þeim nauðsynleg
reynsla. Við hjálpum börnunum
okkar ekki með því að verja þau
gegn vonþrigðum og mótlæti.
Eiga foreldrar að vera félagar
barna sinna?
Lítil börn eignast félaga meðal
jafnaldra sinna, en foreldrarnir
eiga að vera þeim til stuðnings og
h'álpar, ves'eiðendur þeirra og
uppalendur. Það er gott, að sam-
bandið milli foreldra og barna
verði smám saman að félagsskap
þegar börnin stækka og fara að
geta staðið meira á eigin fótum, en
ung börn þarfnast festu og styrks
frá foreldrum sínum.
Er ást foreldra til barna sinna
náttúrulögmál? Elska foreldrar
börn sín af eðlishvöt?
Ást foreldra til barna sinna er
sérstakt fyrirbrigði. Já, ég held, að
hún megi teljast náttúrulögmál. En
á hvern hátt hún er sýnd í verki.
er misiafnt. Sumir elska skilyrðis-
laust án þess að ætlast til neins,
aðrir setja viss takmörk sem ekki
má fara yfir. Meðan þörnin eru lítil
og ósjálfbjarga, elskum við þau án
þess að gera nokkrar kröfur til
þeirra, en þegar þau vaxa nn.
verðum við smátt og smátt kröfu-
harðari þeirra sjálfra vegna.
Er hægt að gera of miklar kröf-
ur til barna?
Oftast held ég, að við gerum of
litlar kröfur til þeirra. Börnin
þroskast fyrr þegar mikils er kraf-
izt af þeim. f velferðarríkjunum
halda börnin áfram að vera börn