Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL
hjarans", líkt og þeir streymdu til
gullsvæðanna í Klondike í Alaska
árið 1896.
Alls staðar getur að líta merki
um þann uppgangstíma þessa norð-
urhjara, sem nú hefur hafizt. Þar
sem ísbirnir og elgsdýr reikuðu áð-
ur, eru nú flugvellir og nýir vegir,
og ljósin í búðum þeim, sem menn
þeir hafast við í, sem starfa þarna
við olíuboranir og alls konar athug-
anir, glampa mitt í auðn heims-
skautanæturinnar.
Á 77000 fermílna svæði þessarar
auðnar er að finna geysileg auðæfi.
Þarna hefur fundizt olía, og svo
kann að reynast, að þarna sé að
finna stærsta og mesta olíusvæði,
sem enn hefur fundizt í Norður-
Ameríku. Er þar um geysilega þýð-
ingarmikla uppgötvun að ræða, ekki
aðeins fyrir Bandaríkin heldur ger-
vallan heiminn.
í „U.S. News & World Report“
getur að líta eftirfarandi klausu:
„Olífundurinn í Alaska mun ef til
vill gera Bandaríkin sjálf sér nóg
um næstu framtíð, hvað snertir ol-
íu á sanngjörnu verði. Það virðist
sem jarðolíu |Band£(ríkjanna hafi
tvöfaldazt á einni nóttu.“
MENN ÖRVÆNTU í FYRSTU
Eskimóar hafa vitað öldum sam-
an um olíuna, sem seytlar stöðugt
fram í þessari svokölluðu „Norður-
brekku“. í síðari heimsstyrjöldinni
sendi Franklin D. Rooseveld forseti
svo leiðangur til Alaska til þess að
leita að nýjum olíulindum vegna
hinna geysilegu þarfa landsins fyrir
olíu til stríðsrekstursins. Leiðang-
ursmenn staðfestu þann grun, að á
svæði þessu væri bæði að finna
olíu og jarðgas. Að svipaðri niður-
stöðu komust þeir, sem tóku þátt
í leiðöngrum, sem ýmis olíufélög
gerðu út á þessar slóðir. Þetta allt
varð olíufélögunum hvatning til
þess að taka á leigu ýmsar spildur,
bæði í fylkis- og ríkiseign og' hefja
boranir í rannsóknarskyni.
Árum saman bar þessi viðleitni
olíufélaganna engan árangur. Þau
létu bora samtals tíu holur, sem
allar reyndust þurrar, og eyddu í
þessar tilraunir milljónum dollara.
Forráðamenn olíufélaganna tóku að
örvænta um nokkurn árangur. Vet-
urinn 1967—68 hófu samt olíufélög-
in Atlantis-Richfield og Humble Oil
& Refining Co. í sameiningu borun
160 mílum suðaustan við Barrow-
nes. „Sú hola átti að verða síðasta
tilraunin," segir Harrison Jamison,
framkvæmdastjóri olíuboranna At-
lantic-Richfield í Alaska. „Hefði
enginn árangur orðið af henni,
hefðu olíufélögin ekki snert aftur
við Norðurbrekku árum saman.“
En þessi síðasta tilraun bar sann-
arlega árngur, og þegar komið var
fram í marzmánuð 1968, fengust orð-
ið 2300 tunnur af olíu daglega úr
holunni sem bar heitið „Prudhoeflói
nr. 1“. En það er 164-falt það magn,
sem fæst úr meðalholu í Bandaríkj-
unum. í júní fékk félagið svipað
magn úr annarri holu, sem boruð
var við Sagána, 7 mílum suðaustur
við h na. Og nú tilkynntu olíusér-
fræðingarnir, að þessar tvær holur
gætu reynzt vera svolítill forsmekk-
ur af olíusvæði, sem hefði að geyma