Úrval - 01.10.1969, Side 49

Úrval - 01.10.1969, Side 49
OLÍUÆÐIÐ MIKLA í ALASKA 47 5—10 billjónir tunna af vinnanlegri olíu. Nú er a.m.k. heill tugur olíufé- laga farinn að taka þátt í kapp- hlaupi um leigu á landi og olíubor- anir í Norðurbrekku. Jarðfræðing- ar benda á, að á svæðinu sé að finna a.m.k. 7 olíulög svipuð því, sem borholurnar við Prudhoeflóa og Sagá teljast til. Þess vegna gera þeir ráð fyrir að þarna sé um að ræða 20 eða jafnvel 40 billjón tunna olíuforða, hinn langmesti í víðri veröld. í MYRKRINU OG KULDANUM Það er erfitt og oft áhættusamt verk að finna olíu í Norðurbrekku. Baráttan hefst með því, að jarð- fræðingurinn kemur fljúgandi norð- ur eftir að sumarlagi og tekur að vaða um rennblauta freðmýrina í leit að hugsanlegum olíulögum. „Mýflugurnar og önnur skorkvik- indi eru óþolandi," segir Geofrey Larminie, framkvæmdastjóri á svæðinu fyrir British Petitolelum Corp. „Og freðmýrarnar eru sann- arlega ekki sléttar, heldur alsettar hryggjum, sem eru um fet á hæð. Maður verður að klofa yfir þessa hryggi allan liðlangan daginn. Þess- ar mishæðir hafa myndazt, er klakalag freðmýranna lyftist, þegar þiðnar." Þegar jarðfræðingarnir hafa lokið sínu verki, koma jarðskjálfta- fræðingarnir á vettvang með sín mælitæki. Þeir vinna að vetrarlagi, því að þeir geta ekki beitt tækjum sínum, nema yfirborð freðmýranna sé stöðugt og haggist ekki. Þeir ferðast um hið helfrosna land í sér- staklega gerðum skriðbílum. Þeir bora 75—100 feta djúpar holur með vissu millibili, sem er mjög ná- kvæmlega mælt. Síðan stinga þeir sprengiefni í þessar holur. Þegar þeir „sprengja“ holurnar, skrá raf- eindamælitæki titringsöldurnar, þegar þær endurvarpast frá jarð- lögum neðanjarðar. Jarðskjálfta- mælingar þessar, sýna svo, hvort líkur séu á því, að þar sé um olíu- lög að ræða og hvar bora skuli. Það eru engar boranir eins erfið- ar og dýrar sem þessar olíuboranir norður á hjara heims. Það er t.d. ekki hægt að reisa neitt mannvirki á yfirborði freðmýranna án þess að útbúa fyrst alveg sérstaka undir- stöðu fyrir þau. Ástæðan er sú, að efri hluti þessa 1000 feta djúpa frostlags, sem aldrei þiðnar, mýkist að vísu nokkuð á sumarmánuðun- um. Og því hættir öllu því til að sökkva, sem reist er á yfirborðinu án nokkurrar sérstakrar undirstöðu. Þegar setja skal upp olíuborturn, eru því fyrst boraðar 20 feta djúpar holur í jörðina. Svo er stungið í þær tréstaurum. Og á þeim er svo reist eins konar ,,boreyja“. Einnig verður að leggja 5 feta djúpt mal- arlag fyrir hvert það mannvirki, sem hefur nokkurn teljandi þunga, t.d. flugbrautir, eldsneytisgeyma og sjálfar búðirnar, sem starfsmenn- irnir búa í. Einn framkvæmdarstjóri Pan American Petroleum Corp. segir svo um þetta: „Tilraunabor- hola kostar frá allt að því tífalt það, sem hún kostar á svæðum á suðlægari slóðum." Hæfni manna og véla minnkar mjög í miklum kuldum. Þótt olíu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.