Úrval - 01.10.1969, Side 56

Úrval - 01.10.1969, Side 56
54 TJRVAL Rósarkrossnemandinn hefur mæt- ur á upprifjun og sjálfsskoðun og hann lítur gjarnan yfir farinn veg. Því meir sem hann lærir, því Þósari verður honum þörfin á enn frekari fræðslu, og hann heldur leit sinni ó- trauður áfram. Hann gerir sér grein fyrir þeirri staðreynd, að eftir því sem þekking mannsins vex, gerir hann sér betur grein fyrir þekking- arleysi sínu og ófullkomleik. Hann fylgir þeim staðreyndum, sem regl- an kennir. og þar sem hann þekkir kenningu hennar um hinn tvíþætta mann, þá hugsar hann vel um heil- brigði líkama síns jafnframt því, sem hann þroskar hina andlegu hlið verundar sinnar. Rósarkrossnemandinn helgar sig því verkefni að vekja hið dulda afl, sem hvílir nær ónotað hið innra með honum, en það gerir honum kleift að nota meðfædda hæfileika sína til sköpunar hamingjusamara og þarfara lífs. Hann leitar jafn- vægis milli dulspekilegrar hug- myndafræði og raunhæfra vísinda. Hann reynir eftir megni að vinna gegn hjátrú, þröngsýni, hatri og umburðarleysi, og hann vinnur að þroska alls mannkyns. Hann sér hið góða í öllum trúar- brögðum og viðurkennir rétt manna og frelsi til trúariðkunar. Hann styður einsaklingseðli þeirra og reynir ekki að þvinga fram umbæt- ur. Með því að dýpka sína eigin vit- und, leitar hann eftir betri aðstæð- um til handa öllum. Hann lætur sér í léttu rúmi liggja, hvaða trúarsöfn- uð reglubróðir hans, vinur eða ætt- ingi kýs að sækja eða styðja. Rósarkrossnemandinn gerir sér vel ljóst, að hann öðlast enga trygg- ingu gegn enn frekari vandamálum eða mótlæti, þótt hann sé orðinn meðlimur Rósarkrossreglunnar. Hins vegar er hann þess fullviss, að ef hann kynnir sér lögmálin og fylgir þeim bendingum, sem hon- um eru gefnar, muni hann öðlast þann aukna styrk, kraft og skilning, sem nægir honum til að sigrast á vandamálunum. Hann byrjar hvern dag með þakkargjörð fyrir enn nýtt tæki- færi til að vinna, lifa og þjóna. Hann biður, að sér verði veitt leið- sögn, svo að dagurinn verði sér og sínum einhvers virði, og hann leit- ast við að fylgja þeirri leiðsögn. Hann gerir þakkir fyrir mat sinn. Og að loknum degi gefur hann sig forsjóninni á vald, svo að á meðan hinn jarðneski líkami hans sefur, sé hinum innra mann; leyft að halda áfram starfi undir leiðsö^n hins „kosmiska" í þágu alls mannkyns. Rósarkrossnemandinn þjónar vegna ánægjunnar einnar við að þjóna og sækist ekki eftir persónu- legu þakklæti, lofi eða endurgjaldi. Hann vill gefa öðrum hlutdeild í þeim veraldlegu efnum, sem hon- um. hafa blessunarlega hlotnazt, og þeim dulrænu hæfileikum, sem hann hefur þjálfað með sér. Hann veit, að hann verður að gefa, áður en hann getur tekið við. Það er kunn staðreynd, að vatns- dæla dælir ekki vatni, fyrr en hún hefur verið fyllt vatni, en þá gefur hún einnig ríkulega. Að hrifsa t.il sín er einkennandi fyrir lægri til- veru mannsins, en einkenni æðri til-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.