Úrval - 01.10.1969, Side 64
62
ÚRVAL
elska framar," skrifaði Aurore hon-
um. „Sérhver taug hjarta míns
titrar í samræmi við hjarta þitt,
því að þú og ég erum ein vera, ein
sál, eitt líf. Og þótt við værum í
sitt hverju heimshorni, mundi þessi
guðlega samkennd samt sameina
okkur.“
Aurore hefði getað haldið lífi í
slíku sambandi um ófyrirsjáanlega
framtíð, en það gat Aurelien aftur
á móti ekki. Þó þraukaði hann
lengi, því að samband þeirra stóð
í fimm ár. En á þeim tíma hafði
Aurore eignazt annað barn með
eiginmanni sínum og sýnt Aurelien
þannig, að hún var ekki nein yfir-
náttúrleg ljósvakavera, þegar allt
kom til alls. Og svo fór að lokum,
að hann þreyttist á þeirri erfiðu
baráttu að viðhalda hinum háleita
anda sambands þeirra. Þau fjar-
lægðust hvort annað, og að lokum
slitnaði alveg upp úr vináttu
þeirra.
Á þessum sömu árum uppgötv-
aði Aurore, að eiginmaður hennar
var henni ótrúr. Hann drakk og
vakti almenna hneykslun í hérað-
inu. Hún rakst á erfðaskrá hans
dag einn, og þá uppgötvaði hún, að
honum stóð alveg á sama um hana.
Hún skrifaði, að erfðaskráin hefði
haft að geyma „bölbænir hans mér
til handa og ekkert annað.“
Hjónaband hennar hafði nú misst
alla þýðingu í hennar augum.
Hún ákvað nú að halda til Par-
ísar og búa þar 6 mánuði ár hvert.
Hún var viljasterk, ung kona. Eig-
inmaður hennar lét undan henni
og leyfði henni að fara.
Þetta var árið 1831, og Frakk-
land var undir stjórn Lúðvíks Fil-
ippusar. Borgarastéttin réð mestu
um stjórn landsins, en það ríkti
mikil ólga í París. Listamenn og
aðrir andans menn voru í miklum
uppreisnarhug. Þá var París eins
og æ síðan hið fyrirheitna land
hæfileikaríks ungs fólks (og hæfi-
leikasnauðs), sem var misskilið í
heimabyggð sinni, en þráði að helga
listinni líf sitt og njóta lífsins. Þetta
unga fólk drakk og dansaði, það
elskaði, málaði og samdi. Þetta var
hin hefðbundna Parísarborg hinn-
ar miklu erfðavenja, sem voru sí-
fellt endurnýjaðar af hverri kyn-
slóð. Kaffihús, kampavín, jafnvel
eiturlyf. Ástríðurnar voru dýrkað-
ar sem guðir. Furðulegur klæðnað-
ur, villt líf. Karlmennirnir gengu
með skegg og sítt hár. Konurnar
steyptu sér út í ástarævintýri.
Það var þessi listamannaveröld,
sem Aurore Dudevant kastaði sér
út í opnum örmum. Hún hafði líf-
eyri frá manni sínum, en hún vildi
sjálf afreka eitthvað og skapa sér
nafn. Brátt hafði hún flutzt í íbúð
ungs, veikbyggðs manns, sem var
úr sama héraði og hún. Hann hét
Jules Sandeau. Þetta var dæmigert
samband ungrar konu og ungs
manns, sem ætla að brjótast áfram
á listabrautinni, samfélag starfs,
ástar og sameiginlegs heimilishalds.
Hún hafði reynt að semja, áður en
hún fór til Parísar, og hún var
ákveðin í að hasla sér völl í heimi
bókmenntanna. Þau Sandeau
reyndu að vinna saman að blaða-
mennsku og ritstörfum.
Aurore fór að klæðast sem karl-