Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 66
64
TJRVAL
una) sem persónugerð. Hún er kon-
an, hin veikbyggða vera, og táknar
hinar niðurbældu ástríður eða öllu
fremur þær ástríður, sem bannað-
ar eru með lögum. Hún er Viljinn
í átökum við Nauðsynina. Hún er
Ástin, sem rekur ennið í hindranir,
sem siðmenningin hefur sett í veg
fyrir hana.“ George Sand tókst að
túlka ríkjandi tilhneigingar sam-
tímans (og sinnar eigin skapgerð-
ar) í sinni fyrstu bók. Hún hitti í
mark. Bókin hneykslaði hina aftur-
höldssömu. En hinir ungu leitend-
ur frelsisins fundu í henni tjáningu
sinna kærustu langana.
George Sand hafði náð markinu
með þessari fyrstu bók sinni. Hún
hafði öðlazt viðurkenningu.
Hún fylgdi þessu eftir með út-
komu annarra skáldsagna, sem var
einnig vel tekið. Hún þrælaði of-
boðslega og virtist hrista handritin
fram úr erminni næstum fyrirvara-
laust, að því er virtist. Hún leit
jafnvel aldrei á það, sem hún hafði
skrifað, eftir að það var komið á
pappírinn. Útgefandinn gerði þær
lagfæringar, sem þörf var á. Dul-
nefni hennar vakti forvitni manna.
Fólk langaði til að sjá þessa konu,
sem bar karlmannsnafn. Hún komst
í brodd fylkingar í bókmenntaheim-
inum. Mikilmenni leituðu eftir
kynnum hennar. Hún varð fræg og
dáð. Hún lifði lífinu án allra refja.
Hún elskaði líka.
Hið fyrsta ástasamband hennar
við þekktan listamann var sam-
band hennar við ljóðskáldið Alfred
de Musset. Hann var dáður eða
öllu heldur dýrkaður. Hann var
átrúnaðargoð þeirra, er fylgdu róm-
antísku stefnunni. Hann lifði lífinu
sem glaumgosi, umgekkst fyrirfólk
á ýmsum sviðum og velti sér í dýrð-
legum munaði. í fyrstu fyrirleit hún
hann. En hún hafði stöðuga þörf
fyrir að tjá tilfinningar sínar með
heitri ást, og því tók hún hann sem
elskhuga. Þau voru stöðugt saman
í París og fóru saman um borgina
þvera og endilanga. Stundum drógu
þau sig í hlé og héldu upp í sveit.
Og svo fóru þau í ferðalög saman.
Slúðrið um þau varð þeim um síðir
til ama, og því ákváðu þau að fara
í ferðalag til Ítalíu. George Sand
kom börnum sínum í fóstur á með-
an, því að hún gerði sér ætíð góða
grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart
þeim og gerði hvað eina sem þeim
mátti til velfarnaðar verða. Og svo
lögðu þau af stað til Ítalíu.
Þau ferðuðust sem elskendur á
milli borganna á Ítalíu, dvöldu
nokkurn tíma í Genua, Ferrara og
Bologna, en lengst í Feneyjum. Þar
varð de Musset veikur, og George
Sand gerði þá dálítið, sem ekki
verður talið henni til heiðurs. Hún
lenti í ástarævintýri við unga, ít-
alska lækninn, sem stundaði de
Musset.
Vegna þess og einnig vegna þess,
að allar aðstæður voru orðnar
ómögulegar, slitnaði nú upp úr
sambandi þeirra de Mussets.
George Sand hélt nú aftur til
Parísar. Hún kynntist öðrum mönn-
um og lifði ástalífi með þeim. Hún
hamaðist við skriftirnar, gerðist
baráttukona mikil fyrir jafnaðar-
stefnunni og kvenréttindum, vakti
yfir velferð barna sinna og lifði