Úrval - 01.10.1969, Qupperneq 66

Úrval - 01.10.1969, Qupperneq 66
64 TJRVAL una) sem persónugerð. Hún er kon- an, hin veikbyggða vera, og táknar hinar niðurbældu ástríður eða öllu fremur þær ástríður, sem bannað- ar eru með lögum. Hún er Viljinn í átökum við Nauðsynina. Hún er Ástin, sem rekur ennið í hindranir, sem siðmenningin hefur sett í veg fyrir hana.“ George Sand tókst að túlka ríkjandi tilhneigingar sam- tímans (og sinnar eigin skapgerð- ar) í sinni fyrstu bók. Hún hitti í mark. Bókin hneykslaði hina aftur- höldssömu. En hinir ungu leitend- ur frelsisins fundu í henni tjáningu sinna kærustu langana. George Sand hafði náð markinu með þessari fyrstu bók sinni. Hún hafði öðlazt viðurkenningu. Hún fylgdi þessu eftir með út- komu annarra skáldsagna, sem var einnig vel tekið. Hún þrælaði of- boðslega og virtist hrista handritin fram úr erminni næstum fyrirvara- laust, að því er virtist. Hún leit jafnvel aldrei á það, sem hún hafði skrifað, eftir að það var komið á pappírinn. Útgefandinn gerði þær lagfæringar, sem þörf var á. Dul- nefni hennar vakti forvitni manna. Fólk langaði til að sjá þessa konu, sem bar karlmannsnafn. Hún komst í brodd fylkingar í bókmenntaheim- inum. Mikilmenni leituðu eftir kynnum hennar. Hún varð fræg og dáð. Hún lifði lífinu án allra refja. Hún elskaði líka. Hið fyrsta ástasamband hennar við þekktan listamann var sam- band hennar við ljóðskáldið Alfred de Musset. Hann var dáður eða öllu heldur dýrkaður. Hann var átrúnaðargoð þeirra, er fylgdu róm- antísku stefnunni. Hann lifði lífinu sem glaumgosi, umgekkst fyrirfólk á ýmsum sviðum og velti sér í dýrð- legum munaði. í fyrstu fyrirleit hún hann. En hún hafði stöðuga þörf fyrir að tjá tilfinningar sínar með heitri ást, og því tók hún hann sem elskhuga. Þau voru stöðugt saman í París og fóru saman um borgina þvera og endilanga. Stundum drógu þau sig í hlé og héldu upp í sveit. Og svo fóru þau í ferðalög saman. Slúðrið um þau varð þeim um síðir til ama, og því ákváðu þau að fara í ferðalag til Ítalíu. George Sand kom börnum sínum í fóstur á með- an, því að hún gerði sér ætíð góða grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart þeim og gerði hvað eina sem þeim mátti til velfarnaðar verða. Og svo lögðu þau af stað til Ítalíu. Þau ferðuðust sem elskendur á milli borganna á Ítalíu, dvöldu nokkurn tíma í Genua, Ferrara og Bologna, en lengst í Feneyjum. Þar varð de Musset veikur, og George Sand gerði þá dálítið, sem ekki verður talið henni til heiðurs. Hún lenti í ástarævintýri við unga, ít- alska lækninn, sem stundaði de Musset. Vegna þess og einnig vegna þess, að allar aðstæður voru orðnar ómögulegar, slitnaði nú upp úr sambandi þeirra de Mussets. George Sand hélt nú aftur til Parísar. Hún kynntist öðrum mönn- um og lifði ástalífi með þeim. Hún hamaðist við skriftirnar, gerðist baráttukona mikil fyrir jafnaðar- stefnunni og kvenréttindum, vakti yfir velferð barna sinna og lifði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.