Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 67
ÞAU UÞPGÖTVUÐU PARADÍSINA MALLÖRKA
65
jafnframt listamannalífi á Parísar-
vísu.
Kvöld eitt sat Frédéric Chopin
einn heima í dimmu herbergi sínu
og hugsaði um Marie, unnustu sína,
sem var honum nú glötuð. Þá rudd-
ist George Sand þangað inn í fylgd
með Liszt, óperuhöfundinum Mey-
erbeer, þýzka ljóðskáldinu Hein-
rich Heine, tenórsöngvaranum Ad-
olphe Nourrit, málaranum Dela-
croix og nokkrum öðrum kátum
listamönnum og ýmsum andans
mönnum. Þau voru ákveðin í, að
Chopin skyldi slást í hópinn og
gleðjast með þeim.
Hann var þegjandalegur í fyrstu,
kurteis, en ekkert þar fram yfir.
Svo hreifst hann smám saman af
glaðværð hinna. Hann gat verið
leikinn í samræðulistinni, þegar
hann kærði sig um. Hann var gædd-
ur sérstakri eftirhermugáfu. Hann
vafði um sig sjali og lék hlutverk
gamallar konu eða Englendings á
ferðalagi á meginlandinu og
skemmti gestum sínum stórkostlega
með þessu uppátæki sínu. Svo sett-
ist hann við píanóið og lék það,
sem kom í hug hans, lék sín eigin
tilbrigði af ýmsum verkum.
Enginn hefur nokkurn tíma ver-
ið eins snjall að leika alls konar til-
tilbrigði hvers kyns tónverka og
Chopin. Engum hefur tekiz að seiða
úr því hljóðfæri þá depurð, þann
leiða, þá glaðværð, þá blíðu og þá
töfra, sem fingrum hans tókst úr
hljómborðinu. Þeir, sem leika tón-
list hans nú á dögum, veita okkur
næstum ótrúlega gleði. En hversu
djúpur hlýtur unaður hlustenda þá
ekki að hafa verið, þegar hinn
granni líkami hans beygði sig yfir
nóturnar og andlit hans endurspegl-
aði dapurlega hina daufu birtu af
kertunum hans, táknum þunglyndis
hans? George Sand kallaði hann
„engilinn með andlit syrgjandi
konu“.
George Sand hafði aldrei látið
töfrast svo algerlega fyrr. Þarna
var sál, sem gat veitt hennar eigin
sál unað og notið jafnframt unað-
ar frá hennar eigin sál. Þarna var
barn, sem hún gat sýnt móðurást.
Áður hafði honum ætíð fundizt
hún vera óaðlaðandi. En núna lét
hann undan ástleitni hennar. Hann
var heimilislaus. Hann þarfnaðist
einfaldra, mannlegra þæginda jafnt
og huggunar. Hann kærði sig ekki
um að eignast ástmey. Hann hafði
ýmugust á því. George Sand skrif-
aði um þetta hik hans í velþekktu
bréfi til Grzymala, eins vinar Chop-
ins. Og hún fer lítilsvirðingarorð-
um um þetta hik:
„Hann virtist skammast sín fyrir
hinar lágu hvatir karlmannanna,"
skrifaði hún, „á sama hátt og gaml-
ar konur gera. Og hann roðnaði við
hugsunina um fyrri freistingar, líkt
og hann væri hræddur við að
saurga ást okkar, ef hann sleppti
fram af sér beizlinu. Mér finnst
andstyggilegt að kveða upp slíkan
dóm um fullnaðarfaðmlög karls og
konu. Sé slíkt faðmlag ekki eins
heilagt og einlægt og allt annað, þá
skyldu þeir, sem óska þess að neyta
einskis, ekki kalla þetta viðhorf
sitt dyggð. Mér geðjast ekki að orð-
takinu „líkamleg ást“, sem er not-
að um það, sem guð einn hefur rétt