Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 80

Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 80
78 en 40 bækur, sem hafa selzt í 10 milljónum eintaka á 30 tungumál- um, auk greina í hundraðatali fyrir alls konar tímarit, allt frá vísinda- tímaritum til „Playboy“. HINN ÓTRÚLEGI RAUNVERULEIKI Auk fjöldamargra annarra hæfi- leika sinna býr Clarke einnig yfir þeim hæfileika, að sjá inn í fram- tíðina. Honum birtast furðulegar framtíðarsýnir, svo stórkostlegar, að það verður að leita allt aftur til rit- höfundarins Jules Verne til þess að ná nokkrum samjöfnuði við þær. Clarke þykir gaman að krydda framtíðarspár sínar með léttúðar- fullum athugasemdum. Þegar hann birtir spár um það, hvernig vísind- in og tæknin muni breyta öllu lífi okkar, rekast menn á slíkar smeiln- ar athugasemdir innan um hinar stórfurðulegu hugmyndir hans. Nefna mætti eftirfylgjandi dæmi: „Dagar bensínvélarinnar eru taldir („Við getum notað olíuna á skyn- samlegri hátt en að brenna henni“). Hin ofsalega offjölgun mannkynsins mun fjara út („Hvers vegna ættu að búa fleiri en nokkur hundruð milljóna manna á þessari litlu reiki- stjörnu okkar?“). Búfjárrækt verð- ur lögð niður, því að örlitlar lífver- ur geta framleitt eggjahvítuefni úr jarðolíu („Þetta hljómar kannski ekki svo geðslega, en við höfum framleitt öl og vín á þennan hátt í þúsundir ára“). Þrælar á hálfgerðu dýrastig', sem „framleiddir“ eru með því að breyta erfðaeiginleikum fóstranna, eiga að sjá um alla lík- amlega vinnu („Það er hægt að gera þá alveg eins hæfa til slíks og marga þá starfsmenn, sem völ er á núna, og svo verða þeir ekki með nærri eins mikið múður“). Clarke heldur því fram, að hann sé fremur varkár sem spámaður. Og í nokkrum tilfellum hafa spár hans þegar orðið að veruleika. í upphafi sjötta áratugs aldarinnar voru hug- myndir um geimferðir álitnar ein- tóm vitleysa. En þá þegar spáði hann því, að fyrsta tungllendingin mundi eiga sér stað árið 1978. „Ég vil reyndar helzt ekki að þeir lesi þessa spá mína á Kennedyhöfða“, segir hann. Það hafa gerzt ótal kraftaverk á sviði vísindanna á okkar dögum, og Clarke er sannfærður um, að það séu engin takmörk fyrir því, hverja leyndardóma geimsins rannsóknir og tækni kunna að afhjúpa í næstu framtíð. Hann leggur stund á þess- ar framtíðarspár sínar sem spenn- andi íþrótt í þeirri von, að verða á undan veruleikanum, hvað fáein undur snertir. „Náttúran er fremur ófús á að ljóstra upp leyndarmálum sínum,“ segir hann. „En þegar það tekst að knýja hana til þess, reynist hún ætíð vera miklu auðugri, miklu flóknari og miklu furðulegri en við höfðum þorað að láta okkur dreyma um, jafnvel þegar við höfum gefið ímyndunaraflinu algerlega lausan tauminn.“ Á RÉTTU AU GNABLIKI Clarke spáði því eitt sinn, að flogið yrði fyrsta sinni kringum tunglið árið 1968. Og sú spá stóðst, eins og menn vita. Nú er hann reiðubúinn að veðja um, að menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.