Úrval - 01.10.1969, Page 90

Úrval - 01.10.1969, Page 90
88 eftir, voru hvarvetna í íbúðinni spor eftir gaumgæfilega húsrann- sókn. Húsgögn og húsmunir voru í megnustu óreiðu, og sums staðar voru brot í veggina. En rannsókn- armennirnir virtust vonlitlir um að finna nokkuð ítækt á heimilinu. Anna fylgdist með þeim út í bíl- skúrinn, og sá að gólfið þar hafði verið brotið upp. f tvær stundir rannsökuðu menn- irnir gólf, veggi og loft án þess að finna neitt. En þegar einn þeirra losaði fjöl í veggnum bak við stór- an hefilbekk, gaf hann frá sér óp. Bak við fjölina kom í Ijós lítil hilla, og á henni láu tveir bögglar umvafðir dagblaðapappír. Lög- reglumaðurinn seildist gætilega eft- ir pökkunum, opnaði þá — og sjá: Innihald þeirra beggja voru þykk knippi af gullseðlum- Ríkissaksóknarinn Davíð Wilentz. ÚRVAL „Tíu-dala gullseðlar!" gall hann við. „Lausnarfé Lindbergs!“ Eftir nokkrar mínútur fann ann- ar lögreglumaður svipaðan felustað og dró fram stóra málningardós. f henni voru margir seðlabögglar með dagblaðapappír utan um. Öll raðnúmer seðlanna komu heim við listann yfir lausnarféð. Úr því þessi fundur átti sér stað í húsakynnum Richards Hauptmanns, gat hann nauftnast annað en viðurkennt, að hann væri fjárkúgarinn í Lind- bergs-málinu. En þarna vanmat lögreglan Hauptmann. Jafnvægi Hauptmanns sýndist ekki raskast hið minnsta, þegar rannsóknarmennirnir lögðu seðlana á borðið fyrir framan hann og báðu um skýringu. Hann svaraði rólegri röddu, að hann hefði skrökvað til um þessa peninga, því hann væri smeykur um að hljóta refsingu fyr- ir að liggja með ólöglega gull- tryggða peninga. Hann kvaðst vita fullvel, að það væri í andstöðu við lögin. En annars ætti hann ekki þetta fé, heldur Isidor Pisch, vinur hans. Lögreglumennirnir vildu fá eitt- hvað meira að heyra um þennan heiðursmann. Jú, svaraði Hauptmann; þeir fé- lagar höfðu gert tilraun með að set.ia á stofn dálitla loðskinnasölu. Svo vildi Fisch prófa að hætta fé í kauphöllinni en orðið óheppinn, — svo óh°pninn. að Hauptmann varð tvívevis að lána honum peninga. Heilsa Fi'chs var ekki sem bezt, sköromu fvrir síðustu iól hafði hann brugðið sér til Þýzkalands til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.