Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 90
88
eftir, voru hvarvetna í íbúðinni
spor eftir gaumgæfilega húsrann-
sókn. Húsgögn og húsmunir voru í
megnustu óreiðu, og sums staðar
voru brot í veggina. En rannsókn-
armennirnir virtust vonlitlir um að
finna nokkuð ítækt á heimilinu.
Anna fylgdist með þeim út í bíl-
skúrinn, og sá að gólfið þar hafði
verið brotið upp.
f tvær stundir rannsökuðu menn-
irnir gólf, veggi og loft án þess að
finna neitt. En þegar einn þeirra
losaði fjöl í veggnum bak við stór-
an hefilbekk, gaf hann frá sér óp.
Bak við fjölina kom í Ijós lítil
hilla, og á henni láu tveir bögglar
umvafðir dagblaðapappír. Lög-
reglumaðurinn seildist gætilega eft-
ir pökkunum, opnaði þá — og sjá:
Innihald þeirra beggja voru þykk
knippi af gullseðlum-
Ríkissaksóknarinn Davíð Wilentz.
ÚRVAL
„Tíu-dala gullseðlar!" gall hann
við. „Lausnarfé Lindbergs!“
Eftir nokkrar mínútur fann ann-
ar lögreglumaður svipaðan felustað
og dró fram stóra málningardós. f
henni voru margir seðlabögglar
með dagblaðapappír utan um. Öll
raðnúmer seðlanna komu heim við
listann yfir lausnarféð. Úr því þessi
fundur átti sér stað í húsakynnum
Richards Hauptmanns, gat hann
nauftnast annað en viðurkennt, að
hann væri fjárkúgarinn í Lind-
bergs-málinu.
En þarna vanmat lögreglan
Hauptmann.
Jafnvægi Hauptmanns sýndist
ekki raskast hið minnsta, þegar
rannsóknarmennirnir lögðu seðlana
á borðið fyrir framan hann og báðu
um skýringu. Hann svaraði rólegri
röddu, að hann hefði skrökvað til
um þessa peninga, því hann væri
smeykur um að hljóta refsingu fyr-
ir að liggja með ólöglega gull-
tryggða peninga. Hann kvaðst vita
fullvel, að það væri í andstöðu við
lögin. En annars ætti hann ekki
þetta fé, heldur Isidor Pisch, vinur
hans.
Lögreglumennirnir vildu fá eitt-
hvað meira að heyra um þennan
heiðursmann.
Jú, svaraði Hauptmann; þeir fé-
lagar höfðu gert tilraun með að
set.ia á stofn dálitla loðskinnasölu.
Svo vildi Fisch prófa að hætta fé í
kauphöllinni en orðið óheppinn, —
svo óh°pninn. að Hauptmann varð
tvívevis að lána honum peninga.
Heilsa Fi'chs var ekki sem bezt,
sköromu fvrir síðustu iól hafði
hann brugðið sér til Þýzkalands til