Úrval - 01.10.1969, Page 93
BARNI LINDBERGS RÆNT
91
Kamenz fangabúning hans snyrti-
lega samanbrotinn á tröppum fang-
elsins. Við hann var festur miði,
sem á stóð: „Með beztu kveðjum
til lögreglunnar“.
Nokkrum dögum seinna var
Hauptmann kominn til Hamborg-
ar, og þar læddist hann um borð í
eimskipið George Washington, sem
var í þann veg að leggja af stað til
New York. Hauptmann faldi sig í
lestinni, en nokkrum dögum áður
en skipið kom til hafnar, fannst
hann, og skipstjórinn gerði ráðstaf-
anir til, að hann yrði með aftur til
Þýzkalands. Þannig misheppnaðist
þessi flóttatilraun, en hann reyndi
aftur.
Mánuði síðar urðu skipsmenn
enn varir við Hauptmann á Georg
Washington, og það áður en skipið
iagði frá bryggju í Hamborg. Hon-
um tókst að sleppa við handtöku
með því að kasta sér í sjóinn og
fela sig undir bryggjunni, þar til
skipið var farið sina leið. Þrátt fyr-
ir þessi óhöpp missti hann ekki
kiarkinn, og í þriðju tilraun hafði
hann heppnina með sér. I nóvem-
ber 1923 gekk Riehard Hauptmann
dulbúinn í land í New York og
sýndi stolið vegabréf. Þar með var
biörninn unninn.
Hauptmann farnaðist vel í „Nýja
heiminum". í fyrstu lét hann sér
nægja að stunda uppþvottastarf, en
eftir nokkra mánuði hafði hann
ráðið sig sem timbursmið. Það
var mikil gróska í byggingariðnað-
inum um þessar mundir í Banda-
ríkiunum og kaupið gott hiá fag-
T"önnum. TTm vorið 1924 kynnt'st
hann Önnu Scoeffler, duglegri,
ungri þýzkri stúlku, sem komið
hafði til Bandaríkjanna fyrir nokkr-
um mánuðum. Um haustið gengu
þau í heilagt hjónaband.
Næsta ár hafði Hauptmann
heppnina með sér. Þau hjón lifðu
hæglátu lífi. Þegar þau fluttu til
Bronx, tók Anna að vinna sem
frammistöðustúlka. Laun hennar
nægðu ' næstum fyrir framfærslu
þeirra beggja, en Richard innvann
sér nú 90 dali á viku, svo þau gátu
lagt talsvert fé fyrir.
En árið 1931 gekk öll byggingar-
vinna mjög saman. Timbursmiðir
misstu atvinnuna hver af öðrum,
og næsta ár var ástandið engu
betra. í apríl 1932 tilkynnti Haupt-
mann konu sinni örlagaríka
ákvörðun, sem hann hafði tekið:
Hann ætlaði að gefa alla líkamlega
vinnu upp á bátinn, því hann hefði
fundið upp örugga aðferð til að
græða peninga í kauphöllinni.
Önnu til mikillar gleði og undr-
unar sá hún ekki betur næstu mán-
uðina en að Hauptmann hefði rétt
fyrir sér í þessu. Skyndilega gátu
þau nú veitt sér ýmiss konar mun-
að, og meðal annars keyptu þau
sér nú húsgögn. Ennfremur taldi
Hauptmann sig hafa efni á að kosta
konu sína í ferðalag til Þvzkalands.
Sjálfur gat hann auðvitað ekki far-
ið þangað, þar sem hann væri á
sakaskrá lögreglunnar í Kamenz,
en Anna lofaði að heimsækja
mömmu hans og athuga um leið,
hvort yfirvöldin væru ekki fáan-
leg til að láta niður falla ákæru-
málið á hendur honum.
Þá er Anna kom aftur til Banda-
ríkjanna í árslok 1932, hafði hún