Úrval - 01.10.1969, Síða 93

Úrval - 01.10.1969, Síða 93
BARNI LINDBERGS RÆNT 91 Kamenz fangabúning hans snyrti- lega samanbrotinn á tröppum fang- elsins. Við hann var festur miði, sem á stóð: „Með beztu kveðjum til lögreglunnar“. Nokkrum dögum seinna var Hauptmann kominn til Hamborg- ar, og þar læddist hann um borð í eimskipið George Washington, sem var í þann veg að leggja af stað til New York. Hauptmann faldi sig í lestinni, en nokkrum dögum áður en skipið kom til hafnar, fannst hann, og skipstjórinn gerði ráðstaf- anir til, að hann yrði með aftur til Þýzkalands. Þannig misheppnaðist þessi flóttatilraun, en hann reyndi aftur. Mánuði síðar urðu skipsmenn enn varir við Hauptmann á Georg Washington, og það áður en skipið iagði frá bryggju í Hamborg. Hon- um tókst að sleppa við handtöku með því að kasta sér í sjóinn og fela sig undir bryggjunni, þar til skipið var farið sina leið. Þrátt fyr- ir þessi óhöpp missti hann ekki kiarkinn, og í þriðju tilraun hafði hann heppnina með sér. I nóvem- ber 1923 gekk Riehard Hauptmann dulbúinn í land í New York og sýndi stolið vegabréf. Þar með var biörninn unninn. Hauptmann farnaðist vel í „Nýja heiminum". í fyrstu lét hann sér nægja að stunda uppþvottastarf, en eftir nokkra mánuði hafði hann ráðið sig sem timbursmið. Það var mikil gróska í byggingariðnað- inum um þessar mundir í Banda- ríkiunum og kaupið gott hiá fag- T"önnum. TTm vorið 1924 kynnt'st hann Önnu Scoeffler, duglegri, ungri þýzkri stúlku, sem komið hafði til Bandaríkjanna fyrir nokkr- um mánuðum. Um haustið gengu þau í heilagt hjónaband. Næsta ár hafði Hauptmann heppnina með sér. Þau hjón lifðu hæglátu lífi. Þegar þau fluttu til Bronx, tók Anna að vinna sem frammistöðustúlka. Laun hennar nægðu ' næstum fyrir framfærslu þeirra beggja, en Richard innvann sér nú 90 dali á viku, svo þau gátu lagt talsvert fé fyrir. En árið 1931 gekk öll byggingar- vinna mjög saman. Timbursmiðir misstu atvinnuna hver af öðrum, og næsta ár var ástandið engu betra. í apríl 1932 tilkynnti Haupt- mann konu sinni örlagaríka ákvörðun, sem hann hafði tekið: Hann ætlaði að gefa alla líkamlega vinnu upp á bátinn, því hann hefði fundið upp örugga aðferð til að græða peninga í kauphöllinni. Önnu til mikillar gleði og undr- unar sá hún ekki betur næstu mán- uðina en að Hauptmann hefði rétt fyrir sér í þessu. Skyndilega gátu þau nú veitt sér ýmiss konar mun- að, og meðal annars keyptu þau sér nú húsgögn. Ennfremur taldi Hauptmann sig hafa efni á að kosta konu sína í ferðalag til Þvzkalands. Sjálfur gat hann auðvitað ekki far- ið þangað, þar sem hann væri á sakaskrá lögreglunnar í Kamenz, en Anna lofaði að heimsækja mömmu hans og athuga um leið, hvort yfirvöldin væru ekki fáan- leg til að láta niður falla ákæru- málið á hendur honum. Þá er Anna kom aftur til Banda- ríkjanna í árslok 1932, hafði hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.