Úrval - 01.10.1969, Page 100

Úrval - 01.10.1969, Page 100
98 ÚRVAL aði þessari spurningu, var röddin full fyrirlitningar: „Mér finnst, að það sé gersamlega óhugsandi, hvernig sem á er litið.“ En Reilly var ekki á að láta sig. Var það ekki rétt, spurði hann, að frá þeirri stundu hafi doktor Cond- on tekið aleinn ákvörðun um hvert það skref, sem einhverja þýðingu hafði? Hafði hann ekki, til að mynda, kvöldið sem lausnarféð var afhent, farið einn inn í kirkjugarð- inn og haft samband við einhvern þar inni? Kom hann svo ekki aft- ur og fór á ný með 50 þúsund dali inn í kirkjugarðinn, — aleinn? „Jú, hann fór þangað einn,“ svaraði Lindberg. Og svo kom hann aftur peninga- laus, en með nýtt bréf í höndun- um. Svipur Reillys gaf kviðdóm- endunum glögglega til kynna, hversu fáránlegt allt þetta leit út í augum hans. Áður en Reilly lauk að yfirheyra Lindberg, notaði hann enn einu sinni þá aðferð að beina grun- semdunum frá Hauptmann með því að varpa annarlegu ljósi á aðra. Hann vakti athygli á, að kunningi Bettyar Gow, Henry „Red“ John- son, sem hringt hafði til hennar óheillakvöldið, var ekki lengur í Bandaríkjunum. „Vitið þér til, að ákæruvaldið hafi reynt að fá „Red“ Johnson aft- ur til landsins?“ spurði hann. „Ég veit ekki til, að það hafi komið til umræðu," svaraði Lind- berg. Reilly tilkynnti nú, að hann hefði ekki meira að spyrja í bili og árétt- aði það með fyrirmannlegri hand- sveiflu. Það mundi gefast tækifæri til að bera fram fleiri spurningar um „Red“ Johnson, þegar Betty Gow yrði kölluð fram sem vitni. MYND REILLY AF AFBROTINU Mánudaginn hinn 7. janúar, en þá var önnur vika réttarhaldanna, kom Betty Gow í vitnastúkuna. Að- dróttanir Reillys í hennar garð höfðu komið illa við hana, en samt lét hún forvitið augnaráð við- staddra ekki slá sig út af laginu. Hún svaraði stillilega spurning- um Wilentz um sitthvað sem gerzt hafði rétt áður en barnsránið fór fram. Betty gaf lýsingu á, hvernig hún að venju hafði búið drenginn undir nóttina, komið honum í rúm- ið og verið sjálf inni hjá honum, þar til hann sofnaði um átta-leytið. Hún hafði borðað með þjón- ustufólkinu og setið og rabbað við það, unz hún um tíu-leytið gekk upp og leit inn í barnaherbergið. Að venju hafði hún ekki kveikt ljós til að trufla ekki svefn barns- ins. „Ég gekk að rúminu og laut nið- ur með hendurnar á rúmstokknum og...." Rödd ungu stúlkunnar brast, og hún varð að taka sér málhvíld, unz hún hélt áfram: „Og . . . svo tók ég eftir, að ég heyrði ekki andardrátt drengsins. Ég laut betur niður, þreifaði fyrir mér og fann, að hann var ekki þarna....“ Aftur þagnaði hún, og svo brast hún skyndilega í grát. Snökkt hennar var það eina, sem heyrðist nú í réttarsalnum. En fljótlega jafnaði hún sig og lauk máli sínu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.