Úrval - 01.10.1969, Qupperneq 105
BARNI LINDBERGS RÆNT
103
tekið eftir, að í hluta númer 16
voru fjögur göt eftir gamaldags
nagla, ferkantaða. f götum þessum
var ekkert ryð, og það gaf í skyn,
að fjölin hefði upphaflega verið
notuð innanhúss. Naglagötin voru
ekki í reglulegri afstöðu hvert til
annars og vísuðu ekki öll alveg í
sömu átt. Fyrir æfðum augum
Koehlers mynduðu þessi fjögur göt
ákveðið mynstur, sem ekki var að
finna annars staðar, — nema þar
sem fjöl þessi hefði verið fest.
En einmitt þess háttar mynstur
hafði Koehler fundið í einum þver-
bitanum í gólfi þakherbergis í íbúð
Hauptmanns. Til að fullvissa sig
hafði Koehler dregið fjóra ferkant-
aða nagla úr þeim helmingi gólf-
fíalarinnar, sem eftir var. Að svo
búnu hafði hann lagt stigakjálk-
ann yfir gólfbitann og stungið nögl-
unum í götin. Er hann sló laust á
þá með þumalfingri, smugu navl-
arnir viðnámslaust niður í tréð,
unz hausarnir námu nákvæmlega
við yfirborð kiálkatrésins.
Gat nokkur vafi leikið á því, að
,,hluti númer 16“ hefði einhvern
tíma verið negldur fastur við bit-
ann í þakherbergi Hauptmanns?
En ef svo væri, gat Koehler dregið
fram fleiri sannanir. Báðir borð-
hlutarnir. hin afsagaða gólffjöl og
,.hluti númer 16“, voru af viðarteg-
und, sem nefnd var Georgíu-fura;
ennfremur var fjöldi árhringjanna
sá sami og æðarnar alveg samsvar-
andi.
„En stigakjálkarniþ eru mjórri
en pólffjölin", sagði Wilentz. ..Get-
ið bér gefið skýringu á því“?
Koehler svaraði, að „hluti númer
16“ hefði verið heflaður til, — nán-
ar tiltekið með hefli, sem fundizt
hefði í bílskúr Hauptmanns.
„Hvernig vitið þér, að það er
einmitt sá hefill“?
„Af því ég hef prófað þennan hef-
il og hann myndar nákvæmlega
sömu rákirnar og eru á „hluta
númer 16“.
Wilentz bað nú Koehler að sýna
þetta svart á hvítu, ef hægt væri.
Komið hafði verið með hefilinn
sem sönnunargagn og Koehler tók
hann í hönd sér, en kviðdómend-
urnir horfðu spenntir á. Hann
renndi heflinum yfir fjöl úr furu-
viði, svo langur spónn heflaðist af.
Því næst lagði hann þunnan og
til þess gerðan pergament-pappír
yfir tréð og néri pappírinn létti-
lega með blýanti. Svo tók hann
annað pappírsblað og endurtók
þetta með „hluta númer 16“ eða
stigakjálkann.
Wilentz tók nú við báðum papp-
írsörkunum, gekk til kviðdómend-
anan og bað þá að bera þær sam-
an. En greinilegt var, að eftirmynd-
ir hefilfaranna voru öldungis eins
á báðum blöðunum!
Þegar réttarhöldunum lauk þenn-
an dag, reis Hauptmann seinlega
úr sæti sínu. Framan af setunni
dag þennan hafði hann litið út sem
hver annar óviðkomandi áheyrandi,
en þesar Koehler lagði fram sönn-
unargögn sín, hvarf kæruleysisfas
hans. Aberandi þreytumerki sáust
á honum, er lögregluþjónn fylgdi
honum út úr salnum.
Árdegis næsta dag stóð Arthur
Koehler á ný í vitnastúkunni. Wil-
entz hafði nokkurra spurninga að