Úrval - 01.10.1969, Page 109
BARNI LINDBERGS RÆNT
107
og lagði það í hendurnar á Haupt-
mann. „Lítið á þetta,“ kallaði hann
upp og benti á orðin: The boy is
on boad Nelly. (Drengurinn er í
bátnum Nelly).
Þessi orðaskipti áttu sér stað við
réttarhöldin föstudaginn 25. janú-
ar, næstum fjórum vikum eftir að
málið var tekið fyrir. Um helgina
voru allir fregnritarar ásáttir um,
að þessi sóknarlota Wilentz hefði
verið áhrifarík; verjendur hins
ákærða voru að missa móðinn og
ekki liði á löngu áður en Haupt-
mann, sem oft hafði sýnzt sem úr
stáli gerr, myndi hrynja saman.
Á mánudaginn hélt Wilentz
áfram að bera hótunarbréfin sam-
an við orðin, sem Hauptmann hafði
stafsett ranglega. Hann lagði fram
peningaávísun, þar sem Hauptmann
hafði ritað orðið Senvety (seventy
= sjötíu) með bókstafinn n á
skökkum stað, eins og hann hafði
ritað orðið singatur. Svipuð dæmi
fundust einnig í bókhaldsheftum
Hauptmanns.
Wilentz herti sóknina, er Haupt-
mann gaf skýringar á fjárhag sín-
um. Wilentz lagði fram símskeyti
frá víxlara Hauptmanns, er krafð-
ist, að hann greiddi 25 dali án taf-
ar. Wilentz upplýsti, að fyrst hefði
verið reynt að krefja upphæðina
með mörgum upphringingum og
innheimtubréfum, og hann vakti
athygli á dagsetningu símskeytis-
ins: 2. desember 1931, — nákvæm-
lega þrem mánuðum fyrir barns-
ránið. Gaf þetta ekki í skyn, að
Hauptmann hefði tapað miklu fé
í árslok 1931?
Hauptmann komst ekki hjá að
viðurkenna þetta.
„Þér eruð ekki sérlega klókur að
veðja í kauphöllinni?“ mælti Wil-
entz með háðshreimi í röddinni.
Athugasemd þessi snart sýnilega
viðkvæman streng í brjósti Haupt-
manns. Hann einblíndi á spotzkt
andlit sækjandans og svaraði: „f
fyrsta sinn, sem maður spilar í
kauphöllinni, er hætt við að mað-
ur tapi.“
„Og í fyrsta sinn, sem maður
smíðar stiga, gerir maður það ekki
sérlega vel, eða hvað?“
Nokkrum mínútum seinna náði
ágengni sækjandans hámarki, þeg-
ar hann minnti Hauptmann á minn-
iskortið, sem fundizt hafði í skáp
hans, — heimilisfang doktors Con-
dons og símanúmer. Nú neitaði
Hauptmann að hafa skrifað þetta.
Wilentz varð á svipinn eins og
hann tryði ekki sínum eigin eyr-
um. Átti Hauptmann við, að hann
hefði ekki sagt satt áður, þegar
hann viðurkenndi að hafa ritað
þetta á fjölina? Hauptmann þagði.
Wilentz spurði enn hvassyrtari:
„Sögðuð þér sannleikann um þessa
fjöl í Bronx?“
Hauptmann þagði enn. Wilentz
endurtók spurninguna þrívegis, og
loks svaraði Hauptmann: „Eg segi
nei.“
„Þér sögðuð þá ekki satt?“
„Nei.“
Lögreglan hafði einnig fundið tvö
raðnúmer, sem skrifuð voru innan
á skáphurðina. Hauptmann hafði
gefið þá skýringu, að þetta væru
númer á tveim seðlum, sem Fisch
hefði látið hann fá til að kaupa