Úrval - 01.10.1969, Síða 110
108
hlutabréf fyrir. Stóð hann fast við,
að þetta væri skrifað af honum?
Já.
Og hve stórir voru seðlarnir, —
var verðgildið 500 eða 1000 dalir?
Hauptmann mundi það ekki.
Vissi hann virkilega ekki, hvort
hann hafði heldur undir höndum
hundruð eða þúsundir dala?
Efasemdir Wilentz og háðsleg orð
hans virtust skemmta Hauptmann.
Og hann brosti til Wilentz yfirlæt-
islega.
Wilentz góndi á sakborninginn,
eins og framkoma hans færi í taug-
arnar á honum. „Yður þykir þetta
eitthvað skemmtilegt?“
Brosið hvarf. „Nei.“
„Þér brosið að mér, eins og
spurningar mínar séu kjánalegar."
„Nei.“
„Þér haldið, að þér séuð talsverð-
ur karl . . “
Hauptmann heyktist örlítið til í
stólnum. „Ætti ég kannske heldur
að gráta?“ varð honum að orði.
Wilentz var ekki á því að gefa
sig, og hann bjó sig undir næstu
sóknarlotu. Fréttaritararnir biðu
spenntir eftir framhaldinu.
„Þér eruð maðurinn með járn-
viljann. ..."
Andlits- og hálsvöðvar Haupt-
manns sáust spennast. Hann greip
þétt um stólbríkina og ók kroppn-
um til og frá.
„Viljakraftur er eitt og allt fyr-
ir yður, ekki satt?“
„Nei, ég er saklaus!" hrópaði
Hauptmann. „Viliakrafturinn gefur
mér kraft til að halda þetta út.“
„Og þér ljúgið, þegar þér sverjið
ÚRVAL
við guðs nafn að segja sannleik-
ann!“
Hauptmann rétti fram hægri
handlegginn eins og hann væri að
biðja um náð. Hann titraði, og
röddin var eins og hann væri að
því kominn að missa vitið. „Hætt-
ið!“
„Luguð þér ekki margsinnis eftir
að hafa svarið eið?“
„Nei, það gerði ég ekki.“
„Þér luguð og luguð og luguð!“
þrumaði Wilentz. „En nú brosið þér
ekki lengur. Málið hefur tekið al-
varlegri stefnu, ekki rétt?“
Skjálfti fór um líkama Haupt-
manns. En svo tókst honum að
jafna sig. „Jú,“ svaraði hann. „Eg
held, að ekki sé rétt að brosa á
svona stað.“
Nú var gert hlé á réttarhöldun-
um. I blaðamannastúkunni upp-
hófst kliður. Ymsar ágizkanir voru
á lofti um úrslit málsins. En flest-
ir töldu, að nú mundi viðnám
Hauptmanns vera að þverra. . . .
En þegar réttarhöldin héldu
áfram eftir hléið, var Wilentz hinn
rólegasti, þegar hann bar fram
spurningar sínar.
Fyrir hádegi daginn eftir, mið-
vikudag. lauk hinn ungi sækjandi
hinni ströngu yfirheyrslu sinni eft-
ir sóknarhríð á útskýringar hins
ákærða á fjárhag sínum.
Hauptmann reis úr sæti sínu og
teygði lítillega úr sér. Hann hafði
svarað spurningum í seytián
klukkustundir, og þar af hafði ein-
vígið við Wilentz varað í ellefu
stundir. En Hauptmann var ekki
lengur þreyttur að sjá eða áhyggju-
fullur. Lögregluþjónn fylgdi hon-