Úrval - 01.10.1969, Síða 123

Úrval - 01.10.1969, Síða 123
HJARTA ÞITT HEFUR FRELSAÐ MIG 121 kvöld, að hann hafi náð svo langt, því að þá hafi hann strengt þess heit að helga tónlistinni líf sitt. Vinátta þeirra varð þó endaslepp. Ástæðan var velgengni Jóhönnu, frænku Wagners, í hlutverki Elísa- betar í „Tannhauser“. Frú Schroe- der-Devrient varð alveg óð af öf- und og afbrýðisemi vegna vel- gengni hennar og ásakaði Wagner fyrir að hafa útvegað stúlkunni starf hjá söngflokknum. Árin, sem þau Minna og Richard bjuggu í Dresden, voru mestu ham- ingjuár þeirra. En Minna varð mjög kviðin og leið vegna áhuga eigin- mannsins á þeirri stjórnmálalegu ólgu, sem gerjaði hvarvetna í land- inu árið 1848. Wagner var orðinn þreyttur á hinum stirðnuðu sið- venjum og takmörkunum, sem ein- kenndu lífið í Dresden, og sann- færður um, að stjórnmálalegar breytingar væru nauðsynlegar í þjóðfélaginu til þess að leysa þær hugmyndir úr viðjum, sem bærðu á sér í huga hans. Og úr því fór hann að taka virkan þátt í stjórn- málabaráttunni. Afleiðingin varð sú, að hann neyddist til að flýja land árið 1849. Með hjálp vinar síns, tónskáldsins Franz Liszt, sem var þá að undirbúa sýningu á „Tannhauser" í Weimer, tókst hon- um að flýja til Parísar og loks það- an til Zúrich. Minna reiddist þessari fljótfærni og bíræfni eiginmannsins, sem hafði kollvarpað hinni öruggu til- veru þeirra. Að lokum lét hún þó undan þrábeiðni hans um, að hún kæmi á hans fund, og hélt til Zúr- ich. Hin mikla breyting, sem varð á högum þeirra, var næstum meira en hún gat þolað, Þau höfðu skipað tignarstöður í Dresden, en nú lifðu þau í sárri fátækt. Hún taldi Wagn- er á að halda aftur til Parísar og reyna að fá óperu setta þar á svið. Liszt hvatti hann einnig til þess. Og Wagner fór í þessa för í febrú- ar árið 1850, þótt hann hefði litla trú á henni. Hann átti við stöðugt andstreymi að etja, meðan á Parísardvöl hans stóð. Árangurinn af tilraunum hans var enginn, og honum leið herfi- lega. Dag einn, þegar hann var haldinn algerri örvæntingu, fékk hann heimboð. Honum var boðið heim til ungrar konu, sem hafði verið ákafur aðdáandi hans í Dres- den. Karl Ritter, sem var tónlistar- nemi, hafði eitt sinn komið með hana á hans fund á þeim bylting- ardögum. Unga konan, sem hét frú Jessie Laussot, bjó nú í Bordeaux ásamt eiginmanni sínum, sem var vínkaupmaður, og móður sinni, frú Taylor, sem var vellauðug. Wagner kunni ekki vel við eigin- manninn, og frú Taylor var næstum alveg heyrnarlaus. Því hélt hann sig einna helzt að frú Laussot. Hún talaði ágæta þýzku og var mjög fær hljóðfæraleikari. Því reyndist hún vera mjög töfrandi félagi. Hún var óhamingjusöm í hjónabandi sínu og var nú langtímum saman með Wagner. Og þetta gerði það að verkum, að ást sú, sem hún hafði fengið á meistaranum, næstum sam- stundis og hún sá hann fyrst, óx nú og dafnaði óðum. Frú Laussot og frú Ritter, sem var gömul vinkona Wagners og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.