Úrval - 01.10.1969, Side 125
HJARTA ÞITT HEFUR FRELSAÐ MIG
123
heimsins og hafði því litla lífs-
reynslu, enda lýsir hújn sér um
þessar mundir sem „algerlega
óskrifaðri, hvítri pappírsörk".
Nú hófst mikil vinátta milli fjöl-
skyldnanna, og Wagner fór brátt
að trúa Mathilde fyrir hugmyndum
sínum. Hún sýndi öllu slíku geysi-
legan áhuga og næman skilning.
Hún uppfyllti því þörf litla tón-
snillingsins fyrir uppörvandi trún-
aðarvin, þörf, sem hann var hætt-
ur að gera ráð fyrir, að Minna
mundi uppfylla. Wesendonck hafði
lánað honum fé, og nú tók Wagner
að greiða hlut þess með því að taka
að sér að kenna Mathilde ýmislegt
í tónlistarfræðum í einkatímum.
Það var sem sköpunargáfa Wagn-
ers hefði legið í dvala, eftir að hann
kom til Ziirich. En vorið 1853 tók
hann skyndilega til óspilltra mál-
anna við að semja „Rheingold", og
þegar því verki var lokið, tók hann
til við „Valkyrjurnar". Milli klukk-
an 6 og 7 á kvöldin lék hann svo
fyrir Mathilde það, sem hann hafði
samið um daginn. Samband þessar-
ar fögru, ungu konu og snillingsins
með „hungruðu sálina" var nú að
taka breytingum og verða meira en
vináttan ein. Wagner skrifaði, að
af hennar völdum hafi hann ,,Iosn-
að úr fjötrum lífsins" í nokkur dýr-
leg og frjósöm ár.
Wesendonckhjónin byggðu sér nú
dýrlegt einbýlishús í hæðunum fyr-
ir utan Zurich. Það bar heitið „La
Colline Vert“. Wagner varð himin-
lifandi, þegar honum var sagt, að
þau hefðu líka keypt hús til afnota
fyrir hann á næstu landareign.
Þangað fluttist hann svo í apríl
ásamt Minnu. Þetta var árið 1857.
Seinna komst hann að því, að Mat-
hilda hafði gengið frá öllu viðvíkj-
andi kaupum á litla húsinu honum
til handa þrátt fyrir mótmæli Wes-
endoncks og að það hafði kostað
mörg og mikil rifrildi að fá Wes-
endonck til þess að samþykkja
kaupin. Wagner hrósaði henni há-
stöfum og sagði, að „ást þessarar
göfugustu allra kvenna væri dýr-
legt fyrirbrigði“.
Wagner tók nú til að semja tón-
verk að nýju af geysilegu kappi,
fyrst „Siegfried“ og síðan „Trist-
an“. Þ. 18. september hélt hann á
fund Mathilde með síðasta hluta
síðasta þáttar „Tristans". Hann
skýrir frá því, að þá hafi sú ást
verið opinberuð þeirra í milli, sem
hafði aldrei verið látin í ljósi áð-
ur. „Þú leiddir mig að stólnum fyr-
ir framan legubekkinn, vafðir mig
örmum og sagðir: „Nú þarf ég
einskis að óska framar.“ Þennan
dag endurfæddist ég, þá lauk fyrra
lífi mínu og hið síðara hófst.“
Á valdi þessarar ástríðufullu ást-
arkenndar samdi Wagner hina dýr-
legu og harmþrungnu tónlist í
„Tristan". Mathilde hlustaði dag-
lega á þróun verksins, er Wagner
lék fyrir hana það, sem hann hafði
samið þann daginn. Allt frá því að
hún varð fyrst ástfangin af Wagn-
er, hafði hún skýrt manni sínum
frá þessum tilfinningum sínum. Svo
vænt þótti honum um hana og
börnin, að hann samþykkti að
sleppa öllu tilkalli til hennar sem
eiginmaður, eftir að hún hafði hót-
að að fyrirfara sér, og sagðist
skyldu stuðla í hvívetna að ham-