Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 126

Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 126
124 ÚRVAL ingju Wagners. Eitt af bréfum Wagners skýrir frá þessari fórn Wesendoncks. Einnig virðist það koma skýrt fram í öðru bréfi hans til Mathilde, sem hann skrifar í Feneyjum þ. 1. janúar árið 1859, að nú hafi ást þeirra verið búin að brjóta af sér allar viðjar vináttunn- ar. í bréfinu getur að líta þessi orð: „Nei, þú skalt ekki iðrast þeirra atlota, sem þú hefur auðgað mitt vesæla líf með... Hjarta þitt, augu þín, varir þínar . . . hafa frelsað mig undan oki heimsins. Ég er nú alfrjáls og göfugur. . . . Nei, iðrastu ekki! Þessir logar brenna skærir og hreinir. Glóð þeirra skal ei dofna, enginn reykur angistar- innar skal draga úr hinum skæra bjarma þeirra. Ástaratlot þín eru kóróna lífs míns, rósir gleðinnar, sem hafa blómstrað í minni þyrni- kórónu. Sjá, ég er stoltur og ham- ingjusamur." Það hafði verið slúðrað mikið um Wagner og hina fögru frú Wesen- donck um alllanga hríð. Minna var stöðugt haldin afbrýðisemi, og eitt sinn rakst hún á pakka, sem hann ætlaði að senda Mathilde. Hann hafði að geyma drögin að forleikn- um að „Tristan“ og bréf til Mat- hilde. Minna hélt því fram, að bréf- ið hafi haft að geyma hina ofsaleg- ustu ástaryfirlýsingu. Hún hélt á fund Mathilde og sýndi henni bréf- ið. Þetta varð til þess að Mathilde lýsti ótvírætt yfir því, að hún vildi aldrei líta hann augum framar. Vegna veikinda neyddist Minna að fara til Brestenberg sér til heilsubótar. Og nú færðist allt í sama horf aftur á milli þeirra Wagners og Mathilde, meðan Minna dvaldist í Brestenberg. Svo gerðist óheppilegur atburður, sem varð til þess að rjúfa að fullu tengslin milli fjölskyldnanna. Þjónustustúlka á heimili þeirra Wagners og Minnu hafði reist lítinn boga úti fyrir hús- dyrum og skreytt hann rósum til þess að fagna komu húsmóður sinn- ar eftir svo langa fjarveru. Minna greip tækifærið og notaði þetta sem eins konar „sigurboða", líkt og hún væri að hrósa sigri yfir keppinaut sínum í næsta húsi. Hún lét hann sem sagt standa óhreyfðan dögun- um saman til þess að minna á þetta. Mathilde fannst þetta vera móðgun við sig og krafðist þess, að Minna yrði rekin burt. Nú komu sættir ekki lengur til greina. Andrúmsloft varð ekki alveg eins þvingað, er Hans og Cosime von Bulow komu nú í heimsókn. Þau voru í brúðkaupsferð sinni. Konan, sem átti eft'r að gegna þýðingar- mesta hlutverkinu í lífi hans, stóð nú andspænis þeim tveim konum, sem höfðu hingað til haft mesta þýðingu fyrir hann, þeim Minnu og Mathield. Hans var að jafna sig eftir hitasótt, svo að ungu hjónin hröðuðu ekki ferð sinni, heldur dvöldu þar í nokkra daga. Wagner fór oft í gönguferðir með Cosimu. Hann hreifst af skörpum gáfum, tignarlegu fasi og augsýnilegum skapgerðarstyrk þessarar dóttur síns kæra vinar, Franz Liszt, og d‘ Agoult greifynju. Feimni Cosimu hreif hann. Og hún fylltist samúð með meistaranum og kjörum hans, er hún tók að skynja spennuna, sem andrúmsloftið var gegnsýrt af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.