Úrval - 01.02.1970, Page 13

Úrval - 01.02.1970, Page 13
ÞEKKINGA RLEYSI í KYNFERÐISM ÁLUM . . . 11 það. Þær fá læknisfræðilega um- önnun ókeypis meðan á meðgöngu- tímanum stendur og styrki til að geta séð um fæðingarhjálpina, og síðan er heimtað af ríki og bæjar- félögum, að þau taki að miklu leyti að sér uppeldi barnsins. En við van- rækjum að láta barninu í té fræðslu um kynferðismál, þannig að það læri að gæta sín og lendi ekki á villigötum af völdum þekkingar- skorts.“ FÁFRÆÐIN ÓTRÚLEG „Nú virðist allt fullt af kynferðis- fræðslu í erlendum vikublöðum og tírnaritum þar sem rætt er mjög frjálsmannlega og óþvingað um þessi mál og bent á bækur sem í má sækja meiri fróðleik Heldurðu ekki að íslenzkar stúlkur geti lesið þetta bæði á ensku og norðurlandamál- unum, þó að þær læri það kannski ekki í heilsufræðitímum í skólan- um?“ „Ekki sýnist mér, að þær geri það almennt. Eg hef einmitt oft furðað mig á fáfræði íslenzku kven- þjóðarinnar um þ'etta mikilvæga svið líffræðinnar. Venjul'eg kona veit ótrúlega lítið um líffæri sín og þekkir ekki einu sinni nöfnin á hin- um ýmsu hlutum kynfæranna. Hún talar um þá alla sem leg og lætur það duga. Það er ekki nema eðli- legt, því að henni hefur aldrei verið kennt neitt um þetta. Kynferðislífið er ennþá mikið feimnismál hér á landi og má helzt ekki minnast á það opinberlega. Eg er hræddur um, að börnin læri mest um það af lestri sorprita eða annarra vafa- samra bókmennta og pískri hvert við annað í skúmaskotum með við- eigandi fjálgleik og þekkingarleysi.“ ÞEKKINGARLEYSIÐ ER HÆTTULEGAST „Viltu láta hefja kynferðisfræðslu strax í barnaskólunum eða bíða þangað til unglingarnir eru komnir í gagnfræðaskóla?“ „Það á að vera hægt að flétta vissa fræðslu um kynferðismál inn í aðra kennslu strax í barnaskólun- um. Okkur þykir sjálfsagður hlut- ur, að börnin læri í skólanum nöfn á öllum dýrum merkurinnar, plönt- um og blómum og læri um æxlun þeirra og tímgun. Þar væri auðvelt að víkka sviðið og skjóta inn eðli- legri fræðslu um mannlífið um leið og rætt er um jurtir og dýr. En aðalatriðið er að kenna unglingun- um þetta áður en þeir eru búnir að fá rangar og villandi upplýsingar og farnir að prófa sig áfram upp á eigin spýtur. Því miður mætir mað- ur töluverðum fordómum hvað þessi mál snertir — margir hafa enn þá trú, að verið sé að auka spillingu meðal unga fólksins með því að taka upp kynferðisfræðslu í skólum, já, halda jafnvel, að þarna sé hreint og beint verið að kenna því að lifa saman. Það er auðvitað mesta fjar- stæða. Þekkingarleysið er hættu- legt, en skynsamleg fræðsla getur oft afstýrt óláni, sé hún veitt nógu snemma.“ „En eru þá kennararnir færir um að taka hana að sér?“ „Nei, langfæstir held ég. Senni- lega verður erfiðast að fá nógu vel menntað fólk til þess, en ef til vill mætti byrja á að halda námskeið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.