Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 13
ÞEKKINGA RLEYSI í KYNFERÐISM ÁLUM . . .
11
það. Þær fá læknisfræðilega um-
önnun ókeypis meðan á meðgöngu-
tímanum stendur og styrki til að
geta séð um fæðingarhjálpina, og
síðan er heimtað af ríki og bæjar-
félögum, að þau taki að miklu leyti
að sér uppeldi barnsins. En við van-
rækjum að láta barninu í té
fræðslu um kynferðismál, þannig að
það læri að gæta sín og lendi ekki
á villigötum af völdum þekkingar-
skorts.“
FÁFRÆÐIN ÓTRÚLEG
„Nú virðist allt fullt af kynferðis-
fræðslu í erlendum vikublöðum og
tírnaritum þar sem rætt er mjög
frjálsmannlega og óþvingað um
þessi mál og bent á bækur sem í má
sækja meiri fróðleik Heldurðu ekki
að íslenzkar stúlkur geti lesið þetta
bæði á ensku og norðurlandamál-
unum, þó að þær læri það kannski
ekki í heilsufræðitímum í skólan-
um?“
„Ekki sýnist mér, að þær geri
það almennt. Eg hef einmitt oft
furðað mig á fáfræði íslenzku kven-
þjóðarinnar um þ'etta mikilvæga
svið líffræðinnar. Venjul'eg kona
veit ótrúlega lítið um líffæri sín og
þekkir ekki einu sinni nöfnin á hin-
um ýmsu hlutum kynfæranna. Hún
talar um þá alla sem leg og lætur
það duga. Það er ekki nema eðli-
legt, því að henni hefur aldrei verið
kennt neitt um þetta. Kynferðislífið
er ennþá mikið feimnismál hér á
landi og má helzt ekki minnast á
það opinberlega. Eg er hræddur
um, að börnin læri mest um það af
lestri sorprita eða annarra vafa-
samra bókmennta og pískri hvert
við annað í skúmaskotum með við-
eigandi fjálgleik og þekkingarleysi.“
ÞEKKINGARLEYSIÐ ER
HÆTTULEGAST
„Viltu láta hefja kynferðisfræðslu
strax í barnaskólunum eða bíða
þangað til unglingarnir eru komnir
í gagnfræðaskóla?“
„Það á að vera hægt að flétta
vissa fræðslu um kynferðismál inn í
aðra kennslu strax í barnaskólun-
um. Okkur þykir sjálfsagður hlut-
ur, að börnin læri í skólanum nöfn
á öllum dýrum merkurinnar, plönt-
um og blómum og læri um æxlun
þeirra og tímgun. Þar væri auðvelt
að víkka sviðið og skjóta inn eðli-
legri fræðslu um mannlífið um leið
og rætt er um jurtir og dýr. En
aðalatriðið er að kenna unglingun-
um þetta áður en þeir eru búnir að
fá rangar og villandi upplýsingar
og farnir að prófa sig áfram upp á
eigin spýtur. Því miður mætir mað-
ur töluverðum fordómum hvað þessi
mál snertir — margir hafa enn þá
trú, að verið sé að auka spillingu
meðal unga fólksins með því að taka
upp kynferðisfræðslu í skólum, já,
halda jafnvel, að þarna sé hreint og
beint verið að kenna því að lifa
saman. Það er auðvitað mesta fjar-
stæða. Þekkingarleysið er hættu-
legt, en skynsamleg fræðsla getur
oft afstýrt óláni, sé hún veitt nógu
snemma.“
„En eru þá kennararnir færir um
að taka hana að sér?“
„Nei, langfæstir held ég. Senni-
lega verður erfiðast að fá nógu vel
menntað fólk til þess, en ef til vill
mætti byrja á að halda námskeið