Úrval - 01.02.1970, Page 26

Úrval - 01.02.1970, Page 26
24 ÚRVAL fyrri heillum horfinn. Tvívegis reyndi hann að vinna Noreg undan Dönum, en mistókst. Stenbock, hershöfðingi hans, hafði sigrað Dani við Helsingborg, er þeir ætluðu að endurheimta Skán En nú beið hann ósigur fyrir Dönum, er hann réðst inn í Noreg. Aftur réðst Karl inn í Noreg, en norskur her varði landa- mærin. Karl settist um Halden og landamæravirkið Fredriksten. Þetta var í nóvember, snjór fall- inn á jörð og nóttin löng. Lið Karls hafði náð nokkrum útvirkjum og hann sjálfur tekið þátt í atlögun- um. Nú var verið að grafa hlaupa- grafir að virkismúrunum. Norð- menn hengdu á hverju kvöldi hálmbindi, vætt í tjöru, á virkis- múrana, og kveiktu í, svo að Svíar gætu ekki laumazt inn að virkinu í myrkri. Og skothríð var haldið uppi frá virkinu til að tefja fyrir graftarmönnum. Karl át miðdegisverð með foringj- um sínum sunnudaginn 30. nóv. 1718. Hann bjó í litlu, norsku húsi, sem Svíar höfðu tekið. Hafði hann fyrr um daginn verið viðstaddur herguðsþjónustu og var í nýjum ein- kennisbúningi: reiðstígvélum, blá- um brókum, bláum Frakka með gul- um hornum og kraga og gylltum hnöppum, með þríhyrnuhatt og stóra gula hanzka, sem náðu upp á handleggina, og stóra kápu á herð- unum. Eftir borðhaldið kvaddi hann liðsforingjana og reið út að gröfun- um, tii að sjá hvernig verkinu mið- aði áfram. Einhver kurr hafði ver- ið í liðinu um morguninn. Nokkrir liðsforingjar voru með honum þarna, allir útlendir. Karl hafði liðsforingja víðs vegar úr Evrópu. Annar þeirra tveggja, sem fór með konungi alla leið að gröf- unum, hefur sagt frá atburðinum, sem gerðist þetta kvöld. Hann seg- ist vera sendur heim á herstöðina eftir sjúkrabörum. Þegar þangað kom, heyrði hann sænskan foringja spyrja í myrkrinu: „Er konungur- inn dáinn?“ og skildi sögumaður ekki hvernig hann færi að vita þetta. Það var líkast og menn hefðu átt von á að konungurinn dæi þetta kvöld. Líka spannst sú saga meðal Svía, að konungurinn hefði ekki verið skotinn með kúlu heldur silf- urhnappi. Kúlan, sem fannst, er silf- urhnappur, og vísindalegar rann- sóknir hafa sýnt að konungurinn var ekki skotinn. með blýkúlu. Konungur fór af baki er að gröf- unum kom, og gekk ofan í þær. Þar hitti hann sænska undirforingja og sagði þeim að koma með sér. En þegar innar dró í gröfina, sagði hann þeim að bíða, og fór svo einn inn í gröf, sem grafin hafði verið 2 dögum áður. Fór hann svo upp á grafarbarminn og settist þar, studdi hönd undir kinn og horfði á virk- ið. Foringjarnir báðu hann um að koma í skjól niður í gröfina, en hann gegndi því ekki. Einn þeirra, Sicré, fór þá burt. Rétt á eftir heyrði hann hljóð, „eins og þegar steinn dettur í sand eða fingrum er smellt". Og höfuð konungs seig nið- ur á bringu. Enginn þeirra næstu hlióp til hans, en einn fór til sænsku for- ingjanna, sem stóðu fjær og biðu, og bað þá um að sækja börur. Þeir skildu hvernig komið var, og sóttu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.