Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 45
MEÐALALDUR HÆKKAR UM HEIM ALLAN
43
með fólksfjölgun og tilsögn um tak-
mörkun barneigna, og árið 1969
höfðu 30 vanþróuð lönd með nálega
tvo þriðju hluta af samanlögðum
íbúafjölda vanþróuðu landanna af-
ráðið að koma á opinberu eftirliti
með barneignum í því skyni að örva
efnahagsþróunina.
Þegar til þeirra er leitað hjálpa
Sameinuðu þióðirnar þessum lönd-
um til að móta og íramkvæma áætl-
anir um takmörkun barneigna.
Síðan manntalsnefndin kom sam-
an síðast fyrir tveimur árum hafa
sérfræðingar hennar um takmörk-
un fólksfjölgunar heimsótt Alsír,
Arabíska sambandslýðveldið, Hon-
dúras, Indland, Indónesíu, Kolom-
bíu, Malajsíu, Pakistan. Vestur-
Samóa, tólf Afríkuríki, Mið-Ame-
ríku og eyjarnar á Karíbahafi.
STOFNANIR TIL AÐ SKIPU-
LEGGJA TAKMÖRKUN BARN-
EIGNA
Á fundinum í Genf ræddi Mann-
talsnefndin möguleikana á því að
koma á fót á næstu árum alþjóð-
legri stofnun í samvinnu við sér-
stoínanir Sameinuðu þjóðanna.
Hlutverk stofnunarinnar ætti að
vera það að veita æðri menntun á
ýmsum sérhæfðum sviðum og
stuðla að rannsóknum á til dæmis
stefnu stjórnvalda varðandi eftirlít
með barneignum og vandamál
fólksfjölgunar.
Ennfremur er í ráði að koma upp
innan tveggja ára með hjálp Sam-
einuðu þjóðanna tveimur svæðis-
miðstöðvum í Afríku —- annarri
fyrir enskumælandi hluta Afríku,
hinni fyrir frönskumælandi hluta
hennar. Jafnframt manntalsrann-
sóknum eiga þessar stofnanir að
hafa samvinnu við hliðstæðar stofn-
anir í Kaíró, Bombay og Santiago
um ýmsar áætlanir um takmörkun
mannfjölgunar og eftirlit með barn-
eignum.
ÞRIÐJA ALÞJÓÐARÁÐSTEFNA
UM FÓLKSFJÖLGUNAR-
VANDANN
U Thant framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna hefur lagt til, að
haldin verði þriðia alþjóðaráðstefn-
an um fólksfjölgunarvandamál í
ágúst 1974. Skuli hún standa í tvær
vikur og þátttakendur vera um 500
fulltrúar ríkisstjórna. Fram að ráð-
stefnunni verði gerð sérstök áætlun
um allsherjarátak til að ráða fram
úr þeim vandamálum sem alltof ör
fólksfjölgun hefur skapað í heimin-
um.
Á árshátíðinni i gagnfræðaskólanum okkar var gamanþáttur, þar sem
fréttamaður sjónvarps hefur viðtal við þingmann. Hann spurði, hvaða
álit þingmaðurinn hefði á því. að kosningaaldurinn yrði lækkaður niður
i 18 ár. „Nú, ég sé ekki neina ástæðu til þess að gera það ekki,“ svaraði
þingmaðurinn. „Sko, ef unglingarnir þol-a að sjá þessar nútímakvtk-
myndir, þá geta þeir ekki haít neitt illt af svolitluim skammti af stjórn-
málu:m.“ Paul Kaminski.