Úrval - 01.02.1970, Síða 46
44
áglaymanlagur maður
,1 hugann leitar stolt og slcapríki
séra Sigurðar Einarssonar í Holti,
uppreisn gegn ranglœti og kúgun,
trú á lífið og manninn . . .
Hann sat aldrei í logni
igurður Einarsson fædd-
ist 29. október 1898 að
Arngeirsstöðum í
Fljótshlíð. Voru for-
eldrar hans Einar Sig-
urðsson bóndi þar Einarssonar
bónda í Fagurhóli í Landeyjum og
kona hans, María Jónsdóttir bónda
á Arngeirsstöðum Erlendssonar. Ólst
Sigurður upp í foreldrahúsum við
sára fátækt á morgni aldarinnar,
veikbyggður sveinn og heilsutæpur,
en þótti snemma andlega bráðger,
næmur og skarpur. Hann barst með
foreldrum sínum út í Vestmanna-
eyjar og átti þar heima nokkur ár
milli tektar og tvítugs, vann algeng
störf alþýðu og sótti þaðan sjó á
viðkvæmum þroskaaldri, en sú
reynsla mótað; alla tíð lífsskoðun
og viðhorf Sigurðar. Einar og María
fluttust úr Vestmannaeyjum á Suð-
urnes og reistu þar bú að Móakoti
í Garðahverfi. Varð þá að ráði, að
Sigurður gengi menntaveginn, og
mun sú ákvörðun mjög hafa verið
að drengilegu frumkvæði föður-
bróður hans, Steins Sigurðssonar
skálds og kennara í Hafnarfirði. Þar
með var ævibraut Sigurðar Einars-
sonar mörkuð. Hann lauk stúdents-
prófi við Menntaskólann í Reykja-
vík 1922, en nam síðan guðfræði við
Háskóla íslands. Sigurður vígðist til
Flateyjar á Breiðafirði 1926 og þjón-
aði því brauði tvö ár. Þá hvarf hann
til framhaldsnáms erlendis, en réðst
heimkominn samstarfsmaður Magn-
úsar heitins Helgasonar og félaga
hans við kennaraskólann. Jafnframt
gerðist Sigurður tíðindamaður og
síðar fréttastjóri útvarpsins. Hann
varð dósent í guðfræði við háskól-
ann 1937, en skipun hans í embættið
kostaði hatrammar og ókristilegar
deilur. Gegndi Sigurður þeim starfa
í ofsóknarkenndum ófriði sjö ár, en
vék 1944 úr þjónustu háskólans, er
honum bauðst annað starf, sem hann