Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 62
60
ÚRVAL
gæti upplifað Nirvana. En Nirvana
er sálarástand, þar sem enginn vott-
ur af sjálfselsku né eigingirni fyrir-
finnst. í slíku hreinsuðu vitundar-
ástandi getur maðurinn fundið og
greint hinn alls staðar nálæga and-
lega veruleika. En samkvæmt kenn-
ingum Búddha eru sjálfselskan og
eigingirnin sem alls staðar er nálæg
eins og krabbamein í sálarlífinu,
sem eitrar það og spillir því.
Kenningar Hindúa um eðli
mannssálarinnar og kenningar
Búddha, sem settar voru fram fyrir
2500 árum, eru stórmerkileg sálar-
fræði, og nú á þessari öld er vest-
ræn sálarfræði að uppgötva ýmis
sannindi um sálarlíf mannsins, sem
Austurlandabúar þekktu fvrir 25
öldum.
En auðvitað eru kenningarnar um
alnálægan andlegan veruleika og
leiðina, sem fara þarf til að upp-
götva hann, ekki eingöngu indversk-
ar. Þær finnast meðal mystíkera
allra alda og einnig innan margvís-
legustu heimspeki- og trúarkerfa.
Það er alls staðar lögð áherzla á
sömu aðalatriðin.
Vegna þess hve uppgötvanir vest-
rænna sálfræðinga eiga margt sam-
eiginlegt með kenningum indverskra
heimspekinga og viðhorfum margra
mystíkera, benda þær á hugsanlegt
svar við spurningunni um ráðgátu
dauðans. Þessar niðurstöður, ef þær
eru réttar, benda til þess, að dauð-
inn sé hvorki útslokknun sjálfsvit-
undarinnar, né persónulegur ódauð-
leiki, heldur sameining við alnálæg-
an veruleika, sem persónuleiki
mannsins hefur um tíma losnað frá.
Hann hefur fengið tímabundið sjálf-
stæði frá kjarna sínum og upp-
sprettu, en goldið fyrir það með
einangrun sinni og einstæðingsskap.
Ef þetta er rétt, hafa skáldin ekki
síður lýst þessari hugmynd en heim-
spekingar og mystíkerar. Er þetta
ekki álit gríska skáldsins Euripi-
desar, þegar hann segir: „Hver veit,
nema við verðum að deyja fyrst til
að vita, hvað raunverulegt líf er.
Hver veit, nema lífið hefjist með
dauðanum og það, sem við köllum
líf, sé dauði.“ Euripides var einn af
forsvarsmönnum hellensku skyn-
semisstefnunnar.
Þá er ekki síður merkilegt að sjá
þessar sömu hugmyndir koma fram
meðal vestrænna ljóðskálda, eftir
að nútíma vísindi tóku að hefjast til
vegs og virðingar. Ensku skáldin
Henry Vaughan og William Woods-
worth fjalla um sömu hugmyndir
og Euripides í ljóðum sínum. Þeir
segja að lífið, eins og það birtist í
mannlegum persónuleika hér á
jörðu, sé aðeins grein af ólíkara og
betra lífi frá öðru og dýpra sviði
tilverunnar. Barnið býr yfir óljós-
um endurminningum um sín sönnu
heimkynni, meðan það er ungt. Þó
fölna þær með aldrinum og gleym-
ast, þegar barnið er fulltíða og
verður fangið af lystisemdum og
þörfum jarðlífsins. Þegar gleði og
sorgir lífsins hafa svo verið reyndar
til þrautar og halla tekur undan
fæti, er elli og síðan dauði sækja
að, vakna bernskuminningarnar um
hin sönnu heimkynni ef til vill aft-
ur. Um þetta fjalla ljóð Vaughans
og Wordsworth.
Ef sannleikurinn um lífið og
dauðann er óljós, þá er ástæðan fyr-