Úrval - 01.02.1970, Qupperneq 66
64
Hvernig vnr umhorfs í Reykjavík nrið 1878? Brezhur ferðalangur,
Ántony Frollope, segir frá því hér á eftir, en lcaflinn er tekinn úr bók
lians, „Islandsferð Mastiffs“, sem Bjarni Guðmundsson liefur þýtt.
Þegar bankaseðlar og víxlar
voru óþekkt tyrirbæri
ið sigldum meðfram
suður- og suðvestur-
strönd íslands og
horfðum furðu lostin á
allan þann snjó sem
fyllti dalina næstum niður undir
sjávarmál. Ýmsar spurningar vökn-
uðu. Eru þetta jöklar eða snjóbreið-
ur? Ótal sjónaukum var beint að
ísbreiðunum. Ég skal játa, að ég
hneigðist að snjónum, því að mér
fannst vanta þann lit, sem á jöklum
á að vera. En ég er hræddur um að
mér hafi skjátlazt. Stærðin var gíf-
urleg, eitthvað tólf mílur á breidd
og 30—40 mílur á lengd.
Við vorum komin í Reykjavíkur-
höfn eldsnemma morguninn eftir.
Okkur varð litið á fjörðinn, eyjarn-
ax og nesin, og vorum jafnskjótt
gripin þeirri tilfinningu að við hefð-
um lifað eitthvað merkilegt. Það
fyrsta sem við karlmennimir gerð-
um, var að fara í bað við skipsstig-
ann. Sjórinn var notalega kyrr, hlýr
og svalur í senn — eins og sjór get-
ur unaðslegastur orðið í stillu. Baðið
var svo hressandi, að dömurnar
fylltust öfund, og áður en langt leið
höfðu þær fengið bát settan á sjó
og reru eitthvað út í buskann til
þess að baða sig líka í fullkomnu
næði. Skýrðu þær síðan svo frá, að
þeim hefði vel farnazt
Eftir morgunverð tóku menn að
gerast óþolinmóðir og vildu halda
í land. En áður en til þess kæmi,
var okkur tjáð að við ættum að
ganga á fund landshöfðingjans.
Þetta mátti telja beina fyrirskipun
frá J.B., og ég hygg að allir hafi
hlýtt henni nema vinurinn Dennis-
toun, sem hafði bitið það í sig að
einhver ólukkinn vofði yfir farþeg-
unum á Mastiff. Þetta varð til þess
að við tókum að kalla hann Wilson,
enda vorum við með allan hugann
við bók Dufferins lávarðar og raun-