Úrval - 01.02.1970, Qupperneq 70
08
ÚRVAL
þæginda sem banki má veita. Inn-
flutningur og útflutningur er all-
mikill; fiskur, lýsi, gærur, tólg og
ull er selt í skiptum fyrir timbur,
te, sykur og allar þær þúsundir
smáhluta, sem menningarþjóðfélag
notar án þess að gera sér þess grein.
En ekkert er flutt út eða inn nema
greiðsla komi fyrir í vörum, og er
það fornfálegur viðskiptamáti. Mað-
ur sem flytur inn tiltekið magn af
timbri eða te verður að flytja út
ámóta mikið af ull eða fiski.
Greiðsluskírteini eins og bankaseðl-
ar og víxlar eru óþekkt fyrirbrigði.
Það gerir bankaleysið. Ferðamenn,
sem til íslands fara, verða að hafa
með sér sláttumynt upp í allar
greiðslur. Vangamynd drottningar-
innar á enskum gullpundum naut
mikillar hylli meðal allra stétta.
Reykjavík er hreinlegur bær og
þokkalegur. Bærinn er einkum tvö
stræti, er liggja samsíða, nokkrar
götur er tengja þau og dálítið torg
með myndastyttu af Thorvaldsen.
Þar stendur líka stór lútersk kirkja
og í henni er skírnarfontur sem
Thorvaldsen hefur smíðað og gefið.
Faðir myndhöggvarans var íslend-
ingur, og myndhöggvarinn er þess
vegna í fjarska miklum metum á
íslandi. Kirkjan er allt annað en
falleg, en hún er stór og rúmgóð.
Ég fór einn út að ganga suður
fyrir bæinn. Þar er dálítil tjörn og
umhverfis hana mýrlendi. Þar sá ég
hvar nokkrar konur og börn voru
að snúa mó til þerris og hirða það
sem þurrt var orðið og reiða heim
á hestumu Þessi vinnubrögð ;eru
nauðalík þeim sem algeng eru á ír-
landi. Eldiviðarþörfin er mikil, því
að það verður að hita húsin upp átta
mánuði ársins, og í landinu eru eng-
in kol, ekki heldur timbur. Skozk
kol eru fáanleg í Reykjavík, en með
því að allt verður að flytja á hest-
baki upp um sveitir er að sjálfsögðu
fjarska lítið um kol annars staðar.
Þegar maður gerir sér loksins grein fyrir þvi, að kannske hafi pabbi
gamli haft á réttu að standa, á maður að öllum líkindum son, sem er
orðinn Það stór, að hann heldur, að miaður hafi á röngu að standa.
Oharles WacLsworth.
Hamingjusömustu stundir mannkynsins eru auðu blaðsíðurnar
mannkjmssögunni.
Leopold. von Ranka.
„Hreinskilnislegt" er það orð, sem fólk notar núna, þegar það á
við eitthvað ,,'klúrt og ruddalegt", en það er ekki svo hreinskilið, að
það vilji segja það.
Earl Wilson.
Þú getur ekki skapað þér orstír og álit með því sem þú œtlar að gera.
Henry Ford.