Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
------- x
HJÖRLE'IFUR SIGURÐSSON,
LISTMÁLARI
Hiörleifur Sigurðsson er
fæddur í Reykjavík 26. októ-
ber 1925. Foreldrar hans eru
Sigurður Kristinsson. forstjóri,
og Guðlaug Hjörleifisdóttir.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Iilenntaskól-anum í Reykjavík
1945, en stundaði síðan mynd-
listarnám í Stokkhólmi, París
og Osló. Hefur siðan verið list-
málari í Reykjavik og ihaldið
margar einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum. Hann hef-
ur frá 1960 séð um að leiðbeina
gagnfræðas'kólanemendum um
söfnin í Reykjavík og ennfrem-
ur stundað kennslu í Handíða-
og myndlistarskólanum. Um
nokkurt skeið hefur hann verið
myndlistargagnrýnandi Vísis.
Hjörleifur er kvæntur Else Mia
Figenschov.
með því að fylla kjölfestugeyminn
frammi í stefni og láta bátinn
stefna svolítið niður á við þess í
stað. Þannig fékkst að vísu betra
jafnvægi, en um leið jókst hættan,
því að ef svo færi, að dráttartaug-
in slitnaði, gat þungi sjávarins í
kjölfestugeyminum frammi í stefni
gert það að verkum, að dvergkaf-
báturinn styngist allt niður á sjáv-
arbotn.
Afleysingaráhafnirnar áttu við
óskaplega vanlíðan að stríða. Rak-
inn gegnvætti öll föt þeirra og hár
og jók á vankanta hins nauma rým-
is, sem þeir höfðu. til þess að at-
hafna sig í. Þeir gátu aðeins fengið
sér stuttan blund í einu og urðu að
vinna nótt sem nýtan dag til þess
að halda dvergkafbátunum í góðu
horfi. Þeir urðu að prófa og athuga
rafmagnseinangrunina, vélar og
mótora, endurhlaða loftflöskur og
rafhlöður. ausa og þurrka upp kjöl-
vatn, þurrka stöðugt af rakann, sem
þéttist jafnóðum á veggjum og lofti,
og lesa stöðugt af öllum rafleiðslu-
mælum.
Fvrstu fjórir sólarhringarnir á
hafi úti liðu, án þess að nokkuð
óvænt bæri til tíðinda. Sérhver
áhöfn dvergkafbátanna, sem dvöldu
enn í móðurkafbátunum, hafði sam-
band við afleysingaráhöfn dverg-
kafbátsins á tveggja stunda fresti
með hjálp talsímalínu, sem var í
miðju hverrar dráttartaugar. Á
fimmta degi barst svo þráðlaus orð-
sending frá Flotamálaráðuneytinu
brezka. Spitfireflugvélar, sem bæki-
stöð höfðu í Rússlandi, höfðu tekið
loftmyndir af svæðinu við Alta-
fjörð. Og myndir þessar staðfestu,
V