Úrval - 01.02.1970, Page 102
100
ÚRVAL
„Niður á 70 feta dýpi,“ sagði
hann.
í þetta skipti tók Goddard hring-
sjána í sundur, hellti sjónum úr
henni, þurrkaði glerstrendingana og
setti hana svo saman aftur. Þetta
yrði að endurtaka í hvert sinn sem
þeir notuðu þessa biluðu hringsjá.
Cameron hikaði ekki við að
hækka kafbátinn til þess að skyggn-
ast um að nýju. Þetta reyndist vera
í síðasta skiptið, sem honum gafst
tækifæri til þess að skyggnast vel
um í hringsjánni inni í Káfirði.
Fjörðurinn reyndist vera krökkur
af þýzkum herskipum af öllum
mögulegum stærðum. í um tveggja
mílna fjarlægð, þ. e. á milli þeirra
og Tirpitz, lá olíuskip við akkeri
við hliðina á tveim tundurspillum,
sem voru að taks. olíu. Cameron
ákvað að sigla fyrir aftan olíuskip-
ið. Hann skipaði svo fyrir, að farið
skyldi niður á 30 feta dýpi, og tók
þessa stefnu. Hann byrjaði tafar-
laust að taka í sundur biluðu hring-
sjána, sem hafði fyllzt af sjó enn
einu sinni.
Þeir sigldu nú aðeins samkvæmt
leiðarútreikningi, og átti Lorimer
mjög erfitt með að halda réttri
stefnu og jafnvægi, vegna þess að í
firðinum voru lög af fersku vatni
innan um salt sjávarvatnið. Um-
skiptin voru svo snögg á milli salta
sjávarvatnsins og ferska vatnsins,
að það var næstum ómögulegt að
vara sig á þeim í tíma. Dvergkaf-
báturinn hafði meira uppburðarafl
í söltum sjó en fersku vatni, og
varð Lorimer því að bæta þetta upp
með því að dæla vatni í sérstaka
geyma, meðan þeir sigldu í söltum
sjó, til þess að koma í veg fyrir, að
kafbáturinn lyftist í sjónum. Svo
varð hann að dæla inn fersku vatni
að nýju til þess að koma í veg fyr-
ir, að kafbáturinn sykki. Hann
vissi, hversu illa Cameron var við,
að dælurnar væru notaðar, því að
þær gera hávaða, sem er þess eðlis,
að hann má heyra í vatnshlustunar-
tækjum tundurspilla.
Þeir sigldu á aðeins tveggja hnúta
hraða, og því tók það þá rúma
klukkustund að komast til þess
staðar, sem Cameron áleit vera rétt
fyrir aftan olíuskipið. Hann ákvað
að hækka kafbátinn upp í hring-
sjárdýpi til þess að fá tækifæri til
að skyggnast um enn einu sinni,
en hann var ekki fyrr búinn að
bera augað að sjónglerinu en hann
sá dulbúinn skrokk tundurspillis í
aðeins örfárra metra fjarlægð.
Dvergkafbáturinn hafði komið upp
á milli stefnis tundurspillisins og
baujunnar, sem hann lá við, og
akkerisfestin var í aðeins nokkurra
þumlunga fjarlægð frá þeim. Hún
var alveg í þann veginn að sópa
hringsjánni burt!
„Kafaðu í hvelli! Niður á 60 fet!“
skipaði Cameron.
Þegar þeir voru komnir þangað,
„tóku þeir allt úr sambandi“ og
biðu átekta. Hafði einhver þýzkur
sjóliði, sem var að hlusta í vatns-
hlustunartækjunum, ef til vill heyrt
til þeirra? Yrði kannske kastað að
þeim djúpsprengjum? Það grúfði
grafarþögn yfir öllu, og áhöfnin
fann hverja minnstu hreyfingu kaf-
bátsins greinilega og heyrði sjóinn
skolast inn í kjölsoginu.
Þannig liðu nokkrar mínútur, án