Úrval - 01.02.1970, Síða 102

Úrval - 01.02.1970, Síða 102
100 ÚRVAL „Niður á 70 feta dýpi,“ sagði hann. í þetta skipti tók Goddard hring- sjána í sundur, hellti sjónum úr henni, þurrkaði glerstrendingana og setti hana svo saman aftur. Þetta yrði að endurtaka í hvert sinn sem þeir notuðu þessa biluðu hringsjá. Cameron hikaði ekki við að hækka kafbátinn til þess að skyggn- ast um að nýju. Þetta reyndist vera í síðasta skiptið, sem honum gafst tækifæri til þess að skyggnast vel um í hringsjánni inni í Káfirði. Fjörðurinn reyndist vera krökkur af þýzkum herskipum af öllum mögulegum stærðum. í um tveggja mílna fjarlægð, þ. e. á milli þeirra og Tirpitz, lá olíuskip við akkeri við hliðina á tveim tundurspillum, sem voru að taks. olíu. Cameron ákvað að sigla fyrir aftan olíuskip- ið. Hann skipaði svo fyrir, að farið skyldi niður á 30 feta dýpi, og tók þessa stefnu. Hann byrjaði tafar- laust að taka í sundur biluðu hring- sjána, sem hafði fyllzt af sjó enn einu sinni. Þeir sigldu nú aðeins samkvæmt leiðarútreikningi, og átti Lorimer mjög erfitt með að halda réttri stefnu og jafnvægi, vegna þess að í firðinum voru lög af fersku vatni innan um salt sjávarvatnið. Um- skiptin voru svo snögg á milli salta sjávarvatnsins og ferska vatnsins, að það var næstum ómögulegt að vara sig á þeim í tíma. Dvergkaf- báturinn hafði meira uppburðarafl í söltum sjó en fersku vatni, og varð Lorimer því að bæta þetta upp með því að dæla vatni í sérstaka geyma, meðan þeir sigldu í söltum sjó, til þess að koma í veg fyrir, að kafbáturinn lyftist í sjónum. Svo varð hann að dæla inn fersku vatni að nýju til þess að koma í veg fyr- ir, að kafbáturinn sykki. Hann vissi, hversu illa Cameron var við, að dælurnar væru notaðar, því að þær gera hávaða, sem er þess eðlis, að hann má heyra í vatnshlustunar- tækjum tundurspilla. Þeir sigldu á aðeins tveggja hnúta hraða, og því tók það þá rúma klukkustund að komast til þess staðar, sem Cameron áleit vera rétt fyrir aftan olíuskipið. Hann ákvað að hækka kafbátinn upp í hring- sjárdýpi til þess að fá tækifæri til að skyggnast um enn einu sinni, en hann var ekki fyrr búinn að bera augað að sjónglerinu en hann sá dulbúinn skrokk tundurspillis í aðeins örfárra metra fjarlægð. Dvergkafbáturinn hafði komið upp á milli stefnis tundurspillisins og baujunnar, sem hann lá við, og akkerisfestin var í aðeins nokkurra þumlunga fjarlægð frá þeim. Hún var alveg í þann veginn að sópa hringsjánni burt! „Kafaðu í hvelli! Niður á 60 fet!“ skipaði Cameron. Þegar þeir voru komnir þangað, „tóku þeir allt úr sambandi“ og biðu átekta. Hafði einhver þýzkur sjóliði, sem var að hlusta í vatns- hlustunartækjunum, ef til vill heyrt til þeirra? Yrði kannske kastað að þeim djúpsprengjum? Það grúfði grafarþögn yfir öllu, og áhöfnin fann hverja minnstu hreyfingu kaf- bátsins greinilega og heyrði sjóinn skolast inn í kjölsoginu. Þannig liðu nokkrar mínútur, án
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.