Úrval - 01.02.1970, Page 105

Úrval - 01.02.1970, Page 105
DVERGKAFBÁTARNIR 103 aði það í hríngsjánni. Hann áleit, að þetta hlytu að vera duflin, sem héldu tundurskeytavarnartetunum uppi. „Hægt áfram á 60 feta dýpi,“ sagði hann. En X-6 rakst á netið á þessu dýpi í stað þess að smjúga undir það, eins og þeir höfðu ráðgert. Þeir héldu niður á 80 feta dýpi, og hið sama gerðist þar. Svo fóru þeir niður á 100 feta dýpi, og það var enn sama sagan. Loks fóru þeir al- veg niður að botni. Cameron skoð- aði netið í gegnum netsjána og sagði svo: „Netin ná alveg niður að botni!“ Brezka leyniþjónustan hafði ekki fengið réttar upplýsingar. Cameron fylltist örvæntingu og hækkaði kafbátinn upp í hringsjár- dýpi til þess að fá tækifæri til að skoða bátahliðið í netjunum. Það var mjög nálægt landi, svo nálægt, að um það komust aðeins bátar með lítið ristidýpi. En af einskærri til- viljun var bátahliðið einmitt opnað í þessu til þess að hleypa léttbát í gegn, en hann stefndi upp að hlið Tirpitz. Cameron tók skyndilega ákvörðun vegna þeirrar heppni, sem þeir höfðu þegar orðið aðnjótandi, þegar þeir höfðu elt togarann inn um hliðið á kafbátavarnargirðing- unni. Hann skipaði svo fyrir, að breyta skyldi stefnu X-6 og skyldi láta hann sigla í kjölfar léttbátsins. Þeim hafði tekizt þetta einu sinni. Kannske tækist þeim þetta aftur. „Upp á yfirborðið!“ skipaði hann. „Fulla ferð áfram!“ Freyðandi öldurnar í kjölfari létt- bátsins skoluðust nú yfir þilfar kaf- bátsins. X-6 var alveg fast á eftir léttbátnum við hliðið og rakst öðru hverju í botn eða straukst við hann, er hann smaug gegnum hliðið. Þegar þeir voru komnir í gegn, gaf Cameron samstundis fyrirskip- un um að kafa niður á meira dýpi: „Kafaðu! Kafaðu! Kafaðu!“ hróp- aði hann kátur. Þrjátíu og fimm stundir voru liðnar, síðan þeir höfðu haldið burt frá móðurkafbát sínum. Sívaxandi þreyta og spenna var farin að segja ósleitilega til sín. Þeir voru næst- um örmagna, en nú var samt eng- inn tími til hvíldar. Klukkan var 07.05, en bað þýddi, að þeir yrðu að vera komnir eins langt burt frá Tirpitz og mögulegt var að 55 mín- útum liðnum til þess að komast hjá því að vera sprengdir í loft upp af tundursprengjum þeim, sem X-5 og X-7 mundu leggja eða hefðu þegar lagt við skrokk Tirpitz. Hefði öðr- um hvorum kafbátnum tekizt að skila af sér tundursprengjum sín- um, væru þær stilltar á kveikitím- ann frá 08.00 til 09.00. Cameron renndi augunum sem snöggvast eftir braut sólargeisla að Tirpitz, áður en þeir héldu dýpra. Hann ákvað að stefna beint að stað undir skipinu og losa sig þar við fyrstu tundursprengjuna. En þá gerðist enn annað óhapp, áður en honum tækist það. X-6 rakst á stór- eflis klett, sem skagaði upp úr hafs- botninum. Þetta var geysiharður árekstur, og það heyrðist mikill hávaði. Cameron kastaðist á sjálf- virki áttavitann, og Kendall skall næstum kylliflatur, er kafbáturinn þaut upp á við með 60 gráðu halla og skauzt upp á yfirborðið aðeins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.