Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 48

Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 48
46 ÚRVAL þá leitaði sá eftirlifandi hvorki nýs maka né gaf öðrum fuglum færi á sér. Ungur kvenfugl kaus sér hreiður- stað nálægt mikilli klettabrún. Þrír ungir karlfuglar biðluðu til hennar, og tók hún bónorði hins djarfasta þeirra. Sex sinnum á sex dögum höfðu þau stutt samræði sín á milli. Tveim vikum síðar verpti kven- fuglinn einu geysistóru eggi, um það bil sex þumlungum á lengd, rjóma- gulu, alsettu dökkbrúnum eða kan- ellitum blettum. Þetta egg var hið mikilvægasta sem geirfugl hafði nokkru sinni verpt. NÝFLEYGI FUGLINN Unginn, sem kom úr egginu, var ljótur og álappalega vaxinn. Væng- ir hans voru lítið annað en bognir stúfar, sem uxu út úr hliðum hans. Höfuð hans og fætur virtust allt of stór í samanburði við líkamann, og hann var þakinn gisnum einkennis- búningi úr stríðum grásvörtum hýj- ungi. Þar sem unginn var ófær til að standa uppréttur í fyrstunni, flatmagaði hann á belgnum, blund- aði við og við í sólskininu og skrækti næstum látlaust eftir meiri mat. Foreldrar hans voru svo önnum kafnir við að afla honum þeirra ógrynna af fæðu, sem hann krafð- ist, að þau höfðu sjaldan tíma til að veiða sér sjálfum til matar. Þess vegna megruðust þau meðan unginn óx undrafljótt. í fimmtu viku nálg- aðist hann stærð fullvaxta fugls. Alit frá upphafi hafði fuglinn ungi hænzt að sjónum. Hann stóð oft tímunum saman á klettabrún- inni og góndi út á sjóinn. Þar sem hann var nú orðinn alfiðraður, fylgdu foreldrarnir honum nú niður að flæðarmálinu í fyrsta skipti. Alda skolaðist um fótleggi hans, og kyn- legir töfrar gagntóku hann, er hann missti fótanna. Hann rak upp gleði- hljóð og skoppaði upp og niður á öldunum eins og hann væri þegar alvanur til sunds. Stundu síðar hurfu foreldrar hans, sem höfðu verið á sundi í næsta ná- grenni við hann. Þá fann hann skyndilega gripið um fótleggi sína með stálhörðu fuglsnefi, og þrátt fyrir það, að hann baðaði til vængj- um sínum, var hann dreginn niður í djúpið. Tólf fetum undir yfirborð- inu komst hann að raun um það, að hann sá fullt eins vel í sjó og lofti, og hann sá að það var faðir hans, sem hafði kaffært hann. Jafnskjótt og takið losnaði, busl- aði hann í átt til móður sinnar. Hann gat synt! Liðlega og næstum áreynslulaust smaug hann um vatn- ið eins og fiskur. Á þeim vikum, sem í hönd fóru, varði hann mestum tíma sínum á sjónum. Oft köfuðu hann og félag- ar hans nokkuð á þriðja hundrað feta niður í sjóinn í leit að æti. Þeir gátu synt neðansjávar næstum í ellefu mínútur samfleyft. En þótt sundið hefði reynzt ung- anum eðlislægt, átti hann enn margt ólært, áður en hann yrði jafn klók- ur foreldrum sínum — og það komst hann að raun um við fyrstu til- raunir sínar við fiskveiðar. Hann var að krusa ásamt foreldrum sín- um um það bil fimm föðmum undir sjávarmáli, þegar þau urðu vör við síldartorfu. Ungi geirfuglinn þaut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.