Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 55

Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 55
SÍÐASTI GEIRFUGLINN 53 draga sig saman í smáhópa, og sér- hver sylla og sprunga var tekin til ábúðar. Fuglar stóðu á verði á hent- ugum stöðum. Ungi geirfuglinn kannaði nú kvenkostinn með silfur- gljáandi og feitan fisk í kjaftinum. Fyrir ofan sig kom hann auga á myndarlegan fugl, sem slagaði hátt í að vera jafnstór honum sjálfum. Hann færði sig í áttina að fuglinum, en virti annan karlfugl ekki viðlits, sem var að gera hosur sínar græn- ar fyrir sama kvenfuglinum. Drykklanga stund störðu þau tvö, ungi geirfuglinn og kvenfuglinn, hvort á annað, hreyfingarlaus eins og líkneski. Hann gaf frá sér örlágt urg, hnykkti höfðinu til lítið eitt, en þagnaði svo og gaf henni nánar gætur. Hún gerði ekkert. En loks sýndi hún þó lit og kinkaði kolli. Sargið úr hálsi hans breyttist nú í ánægiugarg, og hann kastaði fisk- inum fimm fet í loft upp. Hún fylgd- ist með fiskinum og greip hann fimlega á lofti. Hún hélt honum hálfum í gogginum í heila mínútu, en reigði svo til hausinn, klippti fiskinn í tvennt, gleypti sinn helm- ing, en vippaði sporðbitanum yfir til karlfuglsins, sem sporðrenndi honum umsvifalaust. Þau stóðu saman langa stund, nudduðu gogg- um sínum við háls, vængi og brjóst hvors annars og föðmuðust með vængstúfum sínum. Síðan höfðu þau samræði. Það gerðist sex sinnum á sex dög- um, alltaf á sama tíma dags og allt- af á sama staðnum. í fyllingu tím- ans varp kvenfuglinn svo eggi. Karlfuglinn varði tíma sínum til veiða fyrir maka sinn, sem hann annaðist af mikilli kostgæfni. Daginn, sem unginn skreið úr egg- inu, varð faðirinn frá sér numinn af gleði. Hann hentist beinlínis að klettabrúninni og stakk sér skeyt- ingarlaust fram af henni. Hann stakkst eins og hnífsblað í sjóinn 50 fetum fyrir neðan og synti og kaf- aði í klukkustund. Að þeim tíma liðnum birtist hann við hlið maka síns með væna síld í gogginum og gaf henni hana. Unginn litli reyndist vera kven- fugl, ólýsanlega ljótur, og virtist hann bókstaflega aldrei geta haldið goggi sínum lokuðum. Hann át allt, sem foreldrarnir báru honum, og oft varð magi hans svo útbelgdur, að svo virtist sem hann myndi springa, ef unginn æti einn bita í viðbót. Sem betur fer virtust fisktorfurn- ar kunna jafn vel við sig í Danells- firði og geirfuglarnir. Nálægt landi voru ógrynni af sardínum, síld og loðnu. Fuglinn hafði ætíð nóga fæðu, og veðrið var óvenjulega milt. Vegna þessara góðu skilyrða kom- ust allir ungarnir á legg, sem út klöktust þá um vorið, og döfnuðu vel. En dag einn um vorið, er ung- arnir voru orðnir ámóta stórir og litlir kjúklingar, komu bátarnir. GULLS ÍGILDI Tvö þrímöstruð skip sigldu hægt inn á fjörðinn við sólarupprás og vörpuðu akkerum um 100 stikum frá aflíðandi klettabeltinu fyrir neð- an fuglabyggðina. Fuglarnir höfðu orðið varir við skipin og störðu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.