Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 108

Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 108
106 ÚRVAL bróðir. Svo hrinti Phala flótta þeirra ráðherra og kennara í fram- kvæmd, sem voru vel þekktir, t. d. þeirra Surkhangs og Luisahrs. Þeim var smyglað þannig út úr höllinni, að þeir voru faldir undir segldúk aftan á palli vörubíls, sem var í förum til Sumarhallarinnar með vopn frá Potalahöllinni, en sneri svo iafnan tómur til baka til þess að ná í nýjan farm. Að lokum var allt tilbúið fyrir mikilvægustu flóttatilraunina, flótta sjálfs Dalai Lama. Hann eyddi síð- ustu augnablikunum í höllinni við bænahald. Hermannabúningurinn, sem hann skyldi klæðast, var lagð- ur inn í svefnherbergi hans, svo að hann gæti klæðzt honum í skyndi á síðasta augnabliki. Það voru aðeins þrír menn, sem biðu þess að yfirgefa höllina í fylgd með Dalai Lama auk varðmann- anna tveggja. Það voru þeir Ku- sung hershöfðingi, yfirmaður líf- varðar hans, yfirábótinn og Phala herbergisstjóri hans. „Það var bið- in, sem fór verst með okkur,“ segir Phala. „Við vorum alltaf að líta á úrin, en vísarnir virtust alls ekki hreyfast,“ Þessir menn áttu ekki aðeins fyrir höndum að komast yf- ir landamærin, heldur áttu þeir fyrir höndum að stíga inn í nýjan heim. Þeir voru í þann veginn að yfirgefa fjallakonungsríki sitt, sem hafði verið þeim tákn friðar og góðvilja til meðbræðranna, litla fiallaríkið, sem þeim mundi líklega aldrei auðnazt að snúa til að nýju. Hin minnstu mistök mundu koll- varpa öllum áætlunum þeirra, eink- um sú augljósa hætta, að einhver kynni að bera kennsl á Dalai Lama. Hann þurfti ekki aðeins að leynast fyrir Kínverjunum, heldur einnig fyrir samlöndum sínum af ótta við, að einhverjir njósnarar meðal þeirr kynnu að skýra óvinunum frá þessari fyrirætlun. Aðstæðurn- ar urðu enn erfiðari, er kínversk leitarljós tóku skyndilega að leiftra úr öllum áttum. Skömmu fyrir hinn fastákveðna brottfarartíma gerðist dálítið, sem mátti einna helzt líkja við krafta- verk. Það var eins og guðleg for- sjón hefði haft hér hönd í bagga, er það skall skyndilega á einn al- versti sandstormur, sem nokkru sinni hefur komið í Lhasa. Hann huldi alla borgina þéttu mistri, og einnig Sumarhöllina og jafnvel all- an Lhasadal. Sandrykið og sand- kornin réðust gegn mannfjöldanum, sem beið úti fyrir sumarhöllinni. Menn lokuðu augunum og gættu þess að opna ekki munninn, en samt blindaði sandrokið þá og fyllti vit þeirra, svo að þeim lá við köfn- un. Flestir hinna drottinhollu Tí- betbúa, sem staddir voru úti fyrir garðveggjum Sumarhallarinnar, gátu aðeins gert eitt. Þeir vöfðu blússunum þétt utan um andlit sitt og biðu þess, að sandstorminn lægði. Eftir um hálftíma hafði mesta veðurofsann lægt, en samt yfir- gnæfði stormýlfrið öll önnur hljóð. Hið þétta. brúna sandmistur deyfði jafnvel skin kínversku leitarljós- anna, svo að þau gáfu litla birtu. Klukkan hálftíu fór Dalai Lama úr munkakufli sínum og klæddi sig í hermannabúninginn, sem var hon- um svo framandi. Hann gekk inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.