Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 54

Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 54
52 ÚRVAL runnin, og höfðu nú allir fuglarnir tekið sér vetrarsetu einhvers stað- ar á strandlengjunni frá Hatteras- höfða til Lookouthöfða og þaðan til Fearhöfða. Ferðin hafði gengið sæmilega að óskum, ef frá er talið atvikið hjá bátunum. Er geirfuglarnir höfðu nú allir komið saman, voru þeir sam- tals 5002 að tölu á þessari eyðilegu strandlengju. Nokkrir fuglavinir og náttúrufræðingar feruðust til Norð- ur-Carolina um veturinn til að skoða fuglana. Þeir bentu á þá stað- reynd í umvöndunartóni, að þetta væru síðustu leifar fuglategundar, sem eitt sinn hafði þakið strendurn- ar á þessum slóðum í milljónatali. En það vissu fuglarnir ekki og voru tiltölulega ánægðir með sitt hlut- skipti. Vetrarmánuðirnir voru þægileg- ur tími fyrir fuglana. Þeir hvíldust vel og höfðu nóg æti. í febrúarlok var geirfuglinn ungi orðinn einn af þrem stærstu í allri fuglabyggðinni. Hann var 34 þumlungar á hæð, mjög fallegur og þakinn þéttvöxnu, þykku og gljáandi fiðri. HÆTTUR HAFSINS Ferðin til baka norður á bóginn hófst seint í marz og var í megin- dráttum með svipuðu sniði og flutn- ingarnir suður á við, nema þegar þeir nálguðust norðurodda Damar- iscove-eyjar í Maine. Stóri forystu- fuglinn réðst til atlögu við nokkra smáfiska, sem voru inni í einhvers konar kassa, sem í rauninni var humargildra, og lokaðist þar inni. Honum var engrar undankomu auðið. Skömmu síðar gerðist ungi geir- fuglinn forystufugl í hópnum. í upphafi var hann þó ekki einn um hituna, þar eð eineygði kvenfuglinn synti enn við hlið hans, en það fór þó ekki á milli mála, að það var sá ungi, sem tók ákvarðanirnar. Nú ríkti mikil löngun meðal fugl- anna í hópnum til að ná sér í maka og verpa, og geirfuglinn hraðaði ferðinni af sívaxandi ákefð. Hann bar mikla tryggð í brjósti til Eld- eyjar, fæðingarstaðar síns, og hann ákvað að synda þangað með allan hópinn, næstum 5000 fugla. En seint í maí, er þeir syntu fyrir Góðrar- vonarhöfða og nokkurn spöl upp með eyðilegum ströndum Græn- lands, var svo komið, að flestir fuglarnir voru komnir langt fram- hjá fæðingarstöðum sínum, og þeir voru ákafir í að setjast um kyrrt sem fyrst. Þegar höfðu 55 fuglar yfirgefið aðalhópinn við Labrador. Nú syntu fuglarnir inn á lygnan Dannelsfjörð á austurströnd Græn- lands og þyrptust þar á land undir forystu eineygða kvenfuglsins. Ungi forystugeirfuglinn sætti sig við þessa ákvörðun, fremur en að leggja upp til Eldeyjar með aðeins fáeina fugla. Þessi staður virtist ákjósanlegur til varps. Úr 80 feta hæð yfir sjáv- armáli gengu klettarnir í stöllum niður að grálygnum haffletinum. Aðeins einn staður var fær til upp- göngu. Til beggja handa við hann voru snarbrattir klettar og einnig í landátt, svo að þarna var gott skjól fyrir veðrum, og ófært aðsóknar illvirkjum úr landi. Þegar var geirfuglinn tekinn að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.