Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 68

Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 68
66 ÚRVAL um tilraunum og niðurstöðum þeirra. Fjöldi áhorfenda var staddur í stórum sal, þar sem þeir gátu heyrt hjartslátt yoga. nokkurs í gegnum hátalara. En skyndilega stöðvaðist hjartslátturinn og áheyrendur heyrðu ekki neitt. Læknarnir, sem þarna voru, fundu alls engan hjart- slátt í líkama yogáns, þótt þeir hlustuðu hann með hlustunarpípum. Hjartað var hætt að slá, um það var ekki að villast. Þegar sami yogi var rannsakaður við indversku heil- brigðismálastofnunina og læknarnir gátu ekki lengur greint hjartaslögin með hlustunarpípunum, tengdu þeir yogann við hjartalínuritann. Hann sýndi að hjartað hélt áfram að slá, en slögin höfðu hins vegar breytzt í titring. Dr. Chinna útskýrði þetta á eftirfarandi hátt: Yoginn eykur með viljaafli sínu þrýstinginn í brjóstholinu, þannig að æðarnar, sem flytja blóðið til hjartans, geta ekki flutt það þegar þrýstingurinn er orðinn svona mikill. Og þegar lítið sem ekkert blóð kemst til hjart- ans og það dælir engu frá sér, hætt- ir hjartað að slá. Ekkert hljóð heyr- ist því að hjartalokurnar hafa ekk- ert að gera. En þetta ástand getur aðeins varað í örfáar sekúndur, alls ekki lengur. Nokkrir aðrir yogar, sem sögðust geta stjórnað bjartslættinum, hægðu á honum þar til hann varð 30—35 slög á mínútu. Þá fullyrti yogi nokk- ur að hann þyrði að láta grafa sig i 28 daga án þess að neyta matar eða drykkjar. Hann var settur í sérstak- an loftheldan málmkassa, þar sem hann féll í dá. Hann var í kassanum í 10 klukkustundir. Eitt mjög mik- ilvægt atriði kom í ljós við tilraun- ina sagði einn læknanna. Svo virt- ist sem yoginn gæti dregið úr orku og súrefnisþörf líkamans um helm- ing miðað við venjulegan mann, er nýtur fullkominnar hvíldar. Súr- efnisnotkunin var svo lítil að hún rétt nægði til að viðhalda mjög hæg- um efnaskiptum og halda þannig lífi í líkamanum. Sami yogi var reyndur þrisvar sinnum og árangur- inn varð alltaf sá sami. Yogaiðkun hefst með einbeitingu. Þar er huganum markvíst beint með mætti viljans að ákveðnu viðfangs- efni. Á þennan hátt virkjar yoginn kraft hugans og safnar honum sam- an líkt og stífla virkjar vatnsfall. Með einbeitingunni getur yoginn haft áhrif á starfsemi líffæranna. Æðsta stig einbeitingarinnar er kallað samadhi. Yogar sem lengi hafa iðkað yfir- skilvitlega hugleiðingu halda því oft fram, að heilinn og líkaminn verði ónæmir fyrir utanaðkomandi áhrifum meðan þeir hugleiða. „Þetta hefur verið staðfest," segir dr. Chinna. Þessir yogar verða fyrir engum truflandi áhrifum vegna skyndilegra ljósgeisla, tóna, snert- ingar eða titrings. í nokkrum tilfell- um voru þeir jafnvel ónæmir fyrir sársauka. Til dæmis voru hendur yoga eins settar í vatn, sem var við frostmark, í 20 mínútur. En hann hafði þjálfað taugakerfi sitt þannig að það tók ekkert tillit til utanað- komandi óþæginda. Og það var jafn- vel svo þjálfað að hjartalínuritinn sýndi engan óeðlilegan hjartslátt eða líkamsvarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.