Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 106

Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 106
104 ÚRVAL átti eftir að vinna með ríkisstjórn- inni, allt þar til yfir lauk. Síðan báðu þeir Surkhang og Luishar utanríkisráðherra Dalai Lama um leyfi til þess að heim- sækja Tan hershöfðingja. Þeir vildu útskýra það fyrir honum, hvers vegna Dalai Lama hafði reynzt ógerlegt að koma í heimsókn í kín- versku herbúðirnar. Dalai Lama veitti þeim leyfi sitt, en sérhver von um bætt ástand var fljótlega kæfð, þegar fundum þeirra ráðherranna og Tans hershöfðingja bar saman. Tan hershöfðingi var í hroðalegu skapi og virtist hafa drukkið drjúg- um. Hann lamdi hnefanum í borð- ið og hrópaði að ráðherrunum í slíkri æsingu, að það var erfitt að skilja orð hans: ,,Þið hafið drepið nokkra af mönnum okkar. Við munum úthella tíbetsku blóði til þess að bæta fyrir það . . . og þið tveir skuluð fá að borgá þetta dýru verði!“ Síðar öskraði Tan að Luis- har utanríkisráðherra og stappaði um leið niður fótunum (sem er merki um ofsareiði meðal Kín- verja): „Ég skipa yður að færa mér innan þriggja daga þá menn, sem drápu Phakpala. Ef þér gerið það ekki, verðið þér hengdur opinber- lega!“ Ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru nú orðnir sannfærðir um, að brátt mundi draga til blóðsúthellinga. Og bví kölluðu þeir saman stjórnarfund í Sumarhöllinni með miklum flýti til þess að ræða áætlanir um flótta Dalai Lama. „Við gerðum okkur grein fyrir því,“ segir Surkhang, ,,að Kínverjar vildu nota Dalai Lama sem lepp, er ríkja skyldi í orði kveðnu en framkvæma skip- anir þeirra." Surkhang var sjálfur sannfærður um, að héldi Dalai Lama í kínversku herbúðirnar, yrði hann fluttur til Peking með valdi og þar yrði hann síðan „veikur“ og neyddur til þess að gangast und- ir sérstaka meðhöndlun. „Og við vissum allir ósköp vel, hvers konar meðhöndlun það yrði,“ sagði hann. Síðar þessa nótt náði ríkisstjórn- in samkomulagi um ákvörðun í málinu, og veitti hún Phala her- bergisstjóra fullt vald til þess að sjá um allan undirbúning flóttans á þann hátt, er hann áleit þurfa. Hann skipaði klæðskera einum að sauma venjulegan tíbetskan her- mannabúning. Hann ætlaði að hafa það dulargervi til reiðu handa Dalai Lama, þegar þörf krefði.* Óróinn og þenslan jukust mjög næstu daga, þar eð mannfjöldinn fékkst ekki til þess að halda burt frá Sumarhöllinni. Báðir aðiljar tóku nú að senda herlið til þýð- ingarmikilla staða og flytja þangað vopn. Einum kínverskum frétta- manni fórust svo orð um þetta at- riði: „Með hjálp sjónauka míns gat ég séð gluggaraðir Potalahallarinn- ar mjög greinilega. Syllur hinna óteljandi glugga hennar eru venju- lega uppáhaldsleikvangur dúfnanna. * Það vildi svo til af einskærri tilviljun, að einmitt þessa sömu nótt flúði Chime Youngdong frá höfuðborginni og lagði af stað í suðurátt á fund Khambaskæruliða, sem höfðu búið þar um sig. Hann tók þetta til bragðs, er honum hafði mistekizt að tryggja sér stuðning Dalai Lama við vopnaða mótspyrnu. Síðar komst hann undan til Indlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.