Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 125

Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 125
ÆVINTÝRIÐ UM GRIMMSBRÆÐUR 123 Titill bókarinnar var upphaflega Kinder- und Hausmárchen (Ævin- týri fyrir börn og heimili). En við þekkjum hana betur undir nafninu Grimmsævintýri í höfuð bræðranna tveggja, sem rituðu hana — Jak- obs og Wilhelms Grimm. Frásögn- in um tilurð hennar er einstæður kafli innan heimsbókmenntanna. Það hófst með því, að einn kenn- ara bræðranna við háskólann vakti áhuga þeirra á sagnfræðirannsókn- um. A könnunarferðum sínum um fortíðina urðu báðir bræðurnir gagnteknir af hinum gömlu ævin- týrum, en þó ekki vegna þess að þau væru börnum til skemmtunar. Grimmsbræður voru vísindamenn, og fyrir þeim höfðu þessar gömlu sögur sama gildi og leirbrot fyrir fornleifafræðingi - þær vörpuðu liósi á líf og hugsunarhátt fóiks á liðnum tímum. Ævintýrin fylgdu hinni æva- gömlu frásagnarlist, sem hafði lif- að með mönnum löngu fyrir daga ritlistarinnar. Nokkrum þeirra hafði verið safnað saman og þau gefin út, en langflest höfðu þó aldrei verið rituð niður, og aðeins fáeinir gamlir bændur úti um land- ið kunnu þau. Með þeim myndu ævintýrin deyja, sem mörg hver voru yfir þúsund ára gömul. Þess vegna var brýn nauðsyn að skrá þau, áður en frásagnarmenn þeirra hyrfu af sjónarsviðinu. Jakob var 22 ára og Wilhelm 21, er þeir byrjuðu að leita uppi gam- alt fólk með gott minni. Það var ekki auðvelt verk. Þeir, sem kunnu ævintýrin, álitu bræðurna einhverja sérvitringa. Hvernig í ósköpunum gátu fullorðnir menn haft áhuga á að heyra um nornir, talandi steina og pönnukökuhús? En þeir voru vissulega snjallir ungir menn með ómótstæðilegan sannfæringarmátt. Fjárhirðir nokkur var fús til að segja þeim gömul ævintýri síðdeg- isstund, ef hann fékk í staðinn vín- flösku til að smyrja með hálsinn. Gamall riddaraliðsforingi, sem ekki hafði átt sjö dagana sæla, var glað- ur yfir að geta bætt við nokkrum ævintýrum, ef hann fékk nokkra buxnagarma að launum. Gömul kona, sem bjó á elliheimili, var aft- ur á móti erfiðari viðfangs. Hún hélt því statt og stöðugt fram, að ef menn heyrðu hana segja öðrum en börnum slík ævintýri, ætti hún á hættu að verða lokuð inni á vit- firringahæli. Þess vegna fékk Wil- helm Grimm einn vina sinna til að koma með börn sín til gömlu kon- unnar, og þegar hún þannig hafði fengið hina réttu áheyrendur, var hún fús til að hefja frásögnina: „Það var einu sinni....“ Vinurinn skrifaði síðan sögurnar niður, og Wilhelm hlustaði á, falinn bak við gluggatjöldin. Bezti heimildarmaður Grimms- bræðra var þó gömul skraddara- kona. Það var ekki einungis, að hún segði prýðisvel frá, heldur notaði hún sömu orðin í hvert skipti. Ef hún talaði of hratt, og þeir báðu hana að byrja ajð nýju á einhverjum kafla, endurtók hún hann hægt án nokkurrar breyting- ar. Á fimm árum höfðu bræðurnir safnað 86 ævintýrum. Þar sem þeir voru fyrst og fremst vísindamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.