Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 102

Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 102
100 ÚRVAL leiðir til friðsamlegrar sambúðar við Kínverjana.“ Chime svaraði því til, að hann áliti, að enginn í gervöllu landinu gæti haldið aftur af Khömbunum öllu lengur. Hann sagði, að það þyrfti ekki nema einn minni háttar atburð til þess að kveikja byltingu, sem mundi flæða yfir gervallt landið. „Hvað takið þér þá til bragðs?" spurði Dalai Lama, er Chime reis upp og gerði sig líklegan til þess að halda burt. „Ef okkur berst ekki nein hjálp,“ svaraði Chime, „verð ég að halda aftur til austurhéraðanna og berj- ast með mínu fólki.“ Dalai Lama virtist hafa komizt í „mikið uppnám" við þessi orð Chime. Það var sem hann gerði sér góða grein fyrir því, hversu þungt hin heilaga endurholdgun hans hvíldi á honum, því að hann sneri sér að Chime og sagði lágri, ró- legri röddu: „Gerið það ekki. Ver- ið kyrr í Lhasa og biðjizt fyrir. Biðjið þess, að það, sem þér óttizt, megi ekki verða.“ STUTTARALEGT HEIMBOÐ Aðalæfingin fyrir lokapróf Dalai Lama var haldin 1. marz í innri húsagarði dómkirkjunnar í Lhasa. í garðinum voru staddir næstum 5000 munkar. Þeir voru klæddir í mestu viðhafnarbúninga sína, sem voru gulir eða rauðbrúnir að lit. Það virtist hvergi auður blettur: í húsagarðinum, sem var umlukinn súlum og bogagöngum. Jafnvel svalirnar uppi yfir bogagöngunrun voru einnig troðfullar. Nokkrir munkar höfðu jafnvel komið sér fyrir uppi á háa, gyllta dómkirkju- þakinu. Dalai Lama sat á litlum palli í miðjum garðinum og svaraði hverri spurningunni á fætur annarri, sem bornar voru fram af heilum hóp kennara. Æfingin gekk vel um stund. En svo varð skyndileg og óvænt truflun. Tveir kínverskir undirliðsforingjar voru komnir til dómkirkjunnar og kröfðust þess að ná fundi Dalai Lama tafarlaust. Þetta var mjög óvenjulegt, og lýsti Dalai Lama áhrifunum síðar með þessum orðum: „Þetta vakti tafar- laust tortryggni meðal þjóðar minn- ar.“ Stjórnandi Tíbets var alls ekki þess háttar persóna, sem sæmandi var að krefjast viðtals við á svo fruntalegan hátt. Hann samþykkti samt að tala við Kínverjana og yfirgaf því pallinn í því skyni. Hann hélt inn í biðsal- inn, sem liðsforingjarnir biðu í. Þeir tilkynntu honum, að Tan hers- höfðingi ætlaði að halda leiksýn- ingu í aðalherbúðum Kínverja og að hann óskaði þess, að Dalai Lama tiltæki einhvern vissan dag, er hann gæti sótt sýningu þessa. Dalai Lama dauðbrá. Hann benti á, að hirðher- bergisstjóri hans sæi um allt slíkt fyrir sína hönd. Hann sagðist að minnsta kosti ekki geta tekið neina ákvörðun um slíkt, meðan hann væri að búa sig undir erfiðasta próf lífs síns. Dalai Lama til mikillar undrun- ar neituðu kínversku liðsforingj- arnir í fyrstu að taka það sem full- gilt svar, að hann afþakkaði þann- ig boðið fyrst um sinn. „Þeir héldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.