Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 51

Úrval - 01.05.1970, Blaðsíða 51
SÍÐASTI GEIRFUGLINN 49 hann. Hinir fuglarnir syntu í egg- myndaðri þyrpingu á eftir forystu- fuglinum. Hin 600 mílna langa ferðalag til Grænlands tók þá 17 daga. Þegar þangað kom, slóust 49 geirfuglar í hópinn. Um vorið höfðu þessir 49 fuglar skilið við aðalhópinn á þess- um slóðum til að verpa í skjólgóð- um fjörðum á Grænlandi. Fyrir Grænlandshópnum fór eineygður kvenfugl með ljótt ör. í fyrstu synti hún fast á hæla gamla forystukarls- ins, en er komið var að Góðrarvon- arhöfða, tók hún forystuna. Fram- undan þeim var Davíðssund, upp- spretta hins jökulkalda Labrador- straums og hættulegasti kafli ferð- arinnar. Nú voru engin lönd til skjóls fyr- ir norðanáttinni, og því urðu fugl- arnir verulega fyrir barðinu á vetr- arveðráttunni. Vindurinn var nap- ur, og ískaldar stormhviður þutu yfir öldutoppunum. Stingandi bylur geisaði yfir haffletinum, sá fyrsti, sem geirfuglsunginn hafði komizt í kynni við. í fyrstu þrem stormun- um, sem herjuðu á fuglana strax á fyrsta degi ferðarinnar frá Græn- landi, fórust sjö fuglar. Þegar þriðja storminn lægði, svarf hungrið að fuglunum. Hvað eftir annað stakk gamli fuglinn sér, og aðrir fylgdu fordæmi hans, en fisk- ur var sjaldgæfur svo djúpt í hafi. Hvíldarlaust og án matar héldu fuglarnir áfram ferðinni, 37 klukku- stundum eftir að þeir lögðu upp frá Góðravonarhöfða. Það var geirfuglsunginn, sem fyrstur kom auga á vaðandi sard- ínutorfu. Þær skiptu milljónum, silfurgylltur borði í hafinu. Hann þaut upp að yfirborðinu, skauzt upp úr sjónum og gaf frá sér mikið og glaðvært urg. Gamli karlfuglinn og eineygði kvenfuglinn stungu sér samstundis til að rannsaka torfuna, en hópur- inn uppi á yfirborðinu masaði og baðaði út vængjum. í fyrsta skipti var unga geirfuglinum nú falin for- ystan. Hann gaf frá sér hvellan skræk og hélt sundinu áfram suð- vestur á bóginn. Hinir fylgdu hlýðn- ir á eftir. Brjóst unga fuglsins fyllt- ist nýjum styrk, og hann þaut áfram með þróttmiklum sundtökum. Brátt birtust forystufuglarnir tveir að nýju, og kafaði þá allur hópurinn til að háma í sig sardín- urnar. Það var ekki fyrr en síðar, að ungi geirfuglinn komst að raun um það, að móðir hans hafði farizt í einum storminum. Er hann synti gegn um fuglahópinn gaut hann augunum stuttlega á sérhvern fugl- anna, en hann kom ekki auga á hana. Hann tók sér sína fyrri stöðu að baki forystufuglunum, og rauna- mætt garg barst frá honum. Hópurinn hélt sundinu stöðugt áfram, en eftir um það bil klukku- stund dró eineygði kvenfuglinn sig til baka og synti nú við hlið unga geirfuglsins. Við og við strukust styrku, gömlu vængirnir hennar lauslega við hans. Lágt kvak barst úr hálsi hennar, og ungi fuglinn svaraði því með sama hljómlausa hljóðinu. Smám saman tók kvenfuglinn upp fyrri stöðu sína í fararbroddi að nýju, og ungi geirfuglinn fylgdi henni og tók að synda við hlið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.