Goðasteinn - 01.03.1969, Side 13

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 13
Sveít. í sveitinni hafði ég alltaf kunnað bezt við mig og þar víldi ég helzt vera. Ég vissi aðeins ekki, hvar ég skyldi bera niður. Rættist þó betur úr því en á horfðist, því að rétt fyrir Jónsmess- una 1912 réðst ég kaupamaður til Guðmundar Þorbjarnarsonar á Stóra-Hofi á Rangárvöllum. Framhald í næsta hefti. í bnrndómi Ég hefi lifað blíða bernsku, bernskuskeiðin tvö. Æviárin eru að verða áttatíu og sjö. Sjónin daprast, sár er fótakuldinn, samt er bjart og hlýtt. Minningarnar geisla, svo vart verður greint, hvort var eða er þetta nýtt. Guði sé lof, sem gaf mér lífið og gæzkuríka samferðamenn. Þeim sé öllum þökk og heiður þúsundfalt - og ég kem senn. Vinur Goðastcins, Kristján Bencdiktsson bóndi í Einholti á Mýrum, orti þetta ljóð í maí 1968. Kristján er fæddur n. sept. 1881. Goðastcinn þakkar Kristjáni ágæta fróðleiksþætti, er birzt hafa frá honum hér í ritinu og óskar honum heilla. Goðasteinn 11

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.