Goðasteinn - 01.03.1969, Side 18

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 18
mundsen skógarvarðar. Gengu þeir á undan og merktu þær hríslur, sem taka skyldi. Voru þær ýmist höggnar eða klipptar og bornar saman í stórar dyngjur og svo sóttar cftir ástæðum, haust og vor. Bezt þótti að láta viðinn liggja nokkuð lengi í dyngjunum, því þá þótti hann léttari í flutningi. Sá tími fór þá raunar í hönd, að mönn- um far.nst vart borga sig að sækja skóg, og brátt lögðust skógar- ferðir með öllu niður og flest snerist ört til annarra átta. Viður, sem höggvinn var við grisjun, fékk þá að fúna, þar sem hann féll fyrir vopni mannsins. Áleit skógarvörður, að hann yrði þar að á- burði, þegar hann fúnaði. Nokkuð var einnig gert að því að leggja viðinn á rof og moldir til að hefta uppblástur. Ég fór margar skógarferðir inn á Þórsmörk, eftir að farið var að grisja þar skóg. Voru þá ævinlega öll hross tekin, sem tiltækileg þóttu til að bera viðarbagga, jafnvel lítt tamin tryppi og folalds- merar. Er mér minnisstætt, hve mikið þurfti af skeifum til járn- inga í þessar ferðir. Voru þá oft teknar skeifur, sem ekki þóttu hæfar í lengri ferðalög, á stundum svo slitnar, að á þeim var ekki nema tveggjanaglahald, sem kallað var. Þær skeifur, er svo voru slitnar, nefndust skógarblöð og nefnast svo jafnvel enn í dag. Skógar- blöðunum var nælt undir þau hross, sem ekki áttu að fara nema þessa einu ferð, tryppin og folaldsmerarnar. Folöldin voru helzt ekki höfð með merunum, því þau urðu svo sárfætt á þeim apalaur, sem er á þessum slóðum. Voru þau byrgð inni í húsi heima. Þurfti því að mjólka hryssurnar, helzt tvisvar á dag. Þótti það nokkur aukageta ofan á annað erfiði, sem fylgdi í þessum ferðum. Hryssurnar voru mjög óróar, eins og gefur að skilja, meðan á ferðinni stóð. Voru þær stundum bundnar aftan í stillta hesta yfir næturtímann til að tapa þeim ekki alveg. Oftast voru baggarnir látnir upp áður en trossað var í lestina. Einu sinni lagði þá ein hryssan af stað með baggana, þegar er þeir voru komnir upp. Við flýttum okkur að búast af stað með lestina á eftir hryss- unni, en svo greið var hún í förum, að við náðum ekki í hana, fyrr en heima á bæ. Þar stóð hún við dyrnar á kofanum, þar sem fol- aldið hennar var byrgt inni. Hross með viðarbagga geta ekki farið yfir straumvatn nema á einn veg, svo vel fari, á móti straumi, og það hafði hryssan gert og 16 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.